fbpx
Fimmtudagur 29.maí 2025
433Sport

Nýir eigendur breyta um stefnu og eru í samstarfi við erlendan veðbanka

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 27. maí 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýir eigendur Fótbolta.net hafa farið í samstarf með erlenda veðbankanum EpicBet sem hefur verið að koma sér grimmt á framfæri hérlendis síðustu mánuði.

Auglýsingar frá erlendum veðbönkum eru ekki leyfðar í íslenskum fjölmiðlum en duldar auglýsingar hafa birst reglulega á vefnum vinsæla síðustu vikur.

Nokkur dæmi um Epic auglýsingu á Fótbolta.net.

Fótbolti.net textalýsir öllum leikjum í Bestu deild karla og þar hefur undanfarið mátt sjá hvernig fólki er bent á stuðla hjá EpicBet og veðmál sem hægt er að gera þar. Flestar af þeim færslum sem birtar hafa verið á vefnum eru undir nafni Mate Dalmay sem er stærsti einstaki eigandi Fótbolta.net.

„Tvöfaldur séns FH/jafntefli er í boði á stuðlinum 1,72 á Epic,“ segir í færslu fyrir leik FH og Breiðabliks sem fram fór á sunnudag.

Nokkur dæmi um Epic auglýsingu á Fótbolta.net.

Mate fór fyrir hópi sem keypti Fótbolta.net af Hafliða Breiðfjörð í vor en hann var stofnandi og eigandi vefsins um margra ára skeið. Undir hans stjórn birtust svona auglýsingar ekki á vefnum.

Epicbet er nýlegur alþjóðlegur veðbanki sem hefur rutt sér leið inn á íslenskan markað og verið áberandi undanfarið þar sem mörg stór nöfn í íslensku samfélagi virðast tengjast veðbankanum. Veðbankinn var með viðburð í kringum leik Manchester United og Tottenham í síðustu viku sem var meðal annars í samstarfi við vefinn vinsæla.

Nokkuð hefur verið um að erlendir veðbankar komi sér í umræðuþætti tengda íþróttum en það telst ný nálgun að vefsíða eins og Fótbolti.net sé í samstarfi við erlendan veðbanka.

Nokkur dæmi um Epic auglýsingu á Fótbolta.net.

Fjölmiðlanefnd hefur beitt sér gegn veðmálastarfsemi í hlaðvörpum. Sýn fékk sekt upp á eina milljón króna vegna auglýsinga Coolbet sem birtust í Þungavigitinni árið 2021.

Nokkuð ákall hefur verið eftir því að ríkisvaldið breyti lögunum sem nú eru í gildi en hingað til hefur ekki verið vilji fyrir því á Alþingi.

Meira:
Þetta eru þeir sjö aðilar sem komu að því að kaupa Hafliða og Magnús út

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Umboðsmaður Rashford fundaði með Barcelona í dag

Umboðsmaður Rashford fundaði með Barcelona í dag
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ekkert lið með þessa tölfræði hefur sloppið við fall

Ekkert lið með þessa tölfræði hefur sloppið við fall
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Viðræður við Partey hafnar

Viðræður við Partey hafnar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ekkert til í tíðundunum á Spáni – Skrifar undir á Englandi

Ekkert til í tíðundunum á Spáni – Skrifar undir á Englandi
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Árni tókst á við Mána og gagnrýndi Moggann – „Við Íslendingar förum alltaf í það í þessari forræðishyggju okkar“

Árni tókst á við Mána og gagnrýndi Moggann – „Við Íslendingar förum alltaf í það í þessari forræðishyggju okkar“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Óvænt strax aftur til Englands í sumar?

Óvænt strax aftur til Englands í sumar?
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Framtíð De Gea í óvissu – Samningsboð á borðinu

Framtíð De Gea í óvissu – Samningsboð á borðinu