Arsenal er í dag óvænt orðað við markvörðinn Emiliano Martinez sem er að yfirgefa lið Aston Villa.
Þessar sögusagnir koma mörgum á óvart en Martinez var á mála hjá Arsenal í tíu ár eða frá 2010 til 2020.
Hann lék aðeins 15 deildarleiki frá 2012 til 2020 en hefur síðan þá verið einn besti markvörður Evrópu.
Martinez vann HM með Argentínu 2022 og spilaði þar stóran þátt í að tryggja sinni heimaþjóð titilinn.
David Raya er í dag aðalmarkvörður Arsenal en hann hefur verið orðaður við endurkomu til Spánar.