fbpx
Miðvikudagur 28.maí 2025
433Sport

Hafnfirðingar sendu væna sneið á Kristal Mána eftir gærkvöldið – Sjáðu færsluna

433
Mánudaginn 26. maí 2025 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

FH bauð upp á létt skot á atvinnumanninn Kristal Mána Ingason á samfélagsmiðlum eftir sigur liðsins á Breiðabliki í Bestu deild karla í gær.

Kristall er leikmaður Sönderjyske í Danmörku, en hann furðaði sig á því fyrr á leiktíðinni af hverju FH gat ekki notað góðan vin sinn, Arnór Borg Guðjohnsen, eftir öfluga byrjun í búningi Vestra í vor. Arnór söðlaði um skömmu fyrir lok félagaskiptagluggans.

„FH gat ekki notað Arnór Borg, eru frekar bara með Halla og Ladda frammi,“ skrifaði Kristall í færslu sinni um miðjan mánuðinn. Vakti hún gríðarlega athygli.

Síðan hefur FH tekið við sér og vann annan leik sinn í röð gegn Breiðabliki í gær, 2-0. Björn Daníel Sverrisson og Sigurður Bjartur Hallsson skoruðu mörkin.

„Booom!! 2-0 / Halli og Laddi með mörkin,“ sagði á X-reikningi FH eftir leik og alveg ljóst hvert spjótin beindust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Umboðsmaður Rashford fundaði með Barcelona í dag

Umboðsmaður Rashford fundaði með Barcelona í dag
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ekkert lið með þessa tölfræði hefur sloppið við fall

Ekkert lið með þessa tölfræði hefur sloppið við fall
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Viðræður við Partey hafnar

Viðræður við Partey hafnar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ekkert til í tíðundunum á Spáni – Skrifar undir á Englandi

Ekkert til í tíðundunum á Spáni – Skrifar undir á Englandi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Árni tókst á við Mána og gagnrýndi Moggann – „Við Íslendingar förum alltaf í það í þessari forræðishyggju okkar“

Árni tókst á við Mána og gagnrýndi Moggann – „Við Íslendingar förum alltaf í það í þessari forræðishyggju okkar“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Óvænt strax aftur til Englands í sumar?

Óvænt strax aftur til Englands í sumar?
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Framtíð De Gea í óvissu – Samningsboð á borðinu

Framtíð De Gea í óvissu – Samningsboð á borðinu