fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Ætlar að loka á afa sinn ef hann verður dæmdur barnaníðingur – „Þá hittir hann ekki dóttur mína“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 23. apríl 2025 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kenneth Lingard 86 ára gamall maður á Englandi er sakaður um að hafa brotið á stúlku frá því að hún var fimm ára og þangað til að hún varð 19 ára gömul.

Málið er fyrir dómi núna en barnabarn hans, Jesse Lingard mætti í dómsal í dag sem vitni.

Jesse er fyrrum leikmaður Manchester United og enska landsliðsins. Hann spilar í dag með FC Seoul í Suður-Kóreu og flaug þaðan til að svara spurningum í dómsal.

Málið kom upp eftir að heimildarmynd um líf Jesse var frumsýnd á Channel 4 þar sem afi hans kom fyrir. Þakkaði Jesse honum fyrir alla hjálpina í gegnum lífið.

„Hún hafði samband við mig eftir myndina og skammaði mig fyrir að leyfa honum að vera hluti af henni,“ sagði Jesse fyrir framan dómara í álinu.

„Ég lét hana vita að ég hefði aldrei heyrt af þessu, ég sagði henni að hafa samband við lögregluna ef hún vildi.“

Kenneth Lingard hafnar öllum ásökunum en hann er ákærður í sautján liðum. „Hann er maðurinn sem kom mér hingað, ef þetta reynist satt þá hittir hann ekki dóttir mína eða systir mína aftur,“ sagði Jesse.

Málið hefur verið í rannsókn síðustu ár en myndin um Jesse og líf hans kom út árið 2022. „Skammastu þín fyrir að hafa hann í myndinni, afi þinn braut kynferðislega á mér og þú vissir það,“ sagði í skilaboðum sem konan sendi Jesse.

„Þú gerðir þessa mynd fyrir peninga, ég mun ekki þegja lengur,“ sagði konan og sagði að Jesse væri að fela það að afi sinn væri barnaníðingur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

„Knattspyrna kvenna á rosalegri siglingu“

„Knattspyrna kvenna á rosalegri siglingu“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Son opinn fyrir því að yfirgefa Tottenham

Son opinn fyrir því að yfirgefa Tottenham
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Íslendingar eiga góðar minningar frá sviði morgundagsins – Myndband

Íslendingar eiga góðar minningar frá sviði morgundagsins – Myndband
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Enn einn leikmaðurinn hafnar Bayern

Enn einn leikmaðurinn hafnar Bayern
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall
433Sport
Í gær

Kyle Walker í Burnley

Kyle Walker í Burnley