fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Walker opnar sig – Erfitt samtal við Guardiola

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 27. janúar 2025 20:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kyle Walker, nýr leikmaður AC Milan, ræddi við fjölmiðla í kjölfar skipta sinna til Ítalíu.

Bakvörðurinn 34 ára gamli yfirgaf Manchester City eftir hátt í átta ár hjá félaginu og gekk í raðir Milan á láni út tímabilið. Hann hefur verið í vandræðum innan vallar á leiktíðinni og þá eru vandræði utan hans ekki að hjálpa til.

„Mig langaði að prófa eitthvað nýtt. Mig langaði að sýna að ég gæti staðið mig á Ítalíu sem og á Englandi,“ sagði Walker.

Hann viðurkennir að það hafi ekki verið auðvelt að yfirgefa City og kveðja knattspyrnustjórann Pep Guardiola.

„Það var erfitt að ræða við Guardiola. Það er mikil virðing á milli okkar og við unnum mikið saman. Manchester City var fjölskylda mín og ég held að allir kunni að meta hvernig ég stóð mig.

En nú hugsa ég bara um AC Milan. Mig langar að læra ítölsku og vinna eitthvað hér líka.“

Walker er spenntur fyrir komandi tímum með Milan.

„Félagið hefur mikinn metnað. Við unnum ofurbikarinn, það er gott merki. Við erum að gera mjög vel í Meistaradeildinni en við þurfum að bæta okkur í deildinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Bale reynir að kaupa uppeldisfélagið

Bale reynir að kaupa uppeldisfélagið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Margrét Lára reyndist sannspá með leikinn gegn Finnum

Margrét Lára reyndist sannspá með leikinn gegn Finnum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Liverpool frestar því að hefja æfingar til að leikmenn fái tíma til að syrgja

Liverpool frestar því að hefja æfingar til að leikmenn fái tíma til að syrgja
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Íslendingar taka upp venjur heimamanna – Hægt að fara afar nýstárlega leið á næsta leik landsliðsins

Íslendingar taka upp venjur heimamanna – Hægt að fara afar nýstárlega leið á næsta leik landsliðsins
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þorsteinn sammála dómnum umtalaða

Þorsteinn sammála dómnum umtalaða
433Sport
Í gær

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“
433Sport
Í gær

Þrír íslenskir knattspyrnumenn heiðruðu minningu Jota í gær – Sjáðu myndböndin

Þrír íslenskir knattspyrnumenn heiðruðu minningu Jota í gær – Sjáðu myndböndin