fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
433Sport

Walker opnar sig – Erfitt samtal við Guardiola

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 27. janúar 2025 20:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kyle Walker, nýr leikmaður AC Milan, ræddi við fjölmiðla í kjölfar skipta sinna til Ítalíu.

Bakvörðurinn 34 ára gamli yfirgaf Manchester City eftir hátt í átta ár hjá félaginu og gekk í raðir Milan á láni út tímabilið. Hann hefur verið í vandræðum innan vallar á leiktíðinni og þá eru vandræði utan hans ekki að hjálpa til.

„Mig langaði að prófa eitthvað nýtt. Mig langaði að sýna að ég gæti staðið mig á Ítalíu sem og á Englandi,“ sagði Walker.

Hann viðurkennir að það hafi ekki verið auðvelt að yfirgefa City og kveðja knattspyrnustjórann Pep Guardiola.

„Það var erfitt að ræða við Guardiola. Það er mikil virðing á milli okkar og við unnum mikið saman. Manchester City var fjölskylda mín og ég held að allir kunni að meta hvernig ég stóð mig.

En nú hugsa ég bara um AC Milan. Mig langar að læra ítölsku og vinna eitthvað hér líka.“

Walker er spenntur fyrir komandi tímum með Milan.

„Félagið hefur mikinn metnað. Við unnum ofurbikarinn, það er gott merki. Við erum að gera mjög vel í Meistaradeildinni en við þurfum að bæta okkur í deildinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Slot reynir að róa stuðningsmenn Liverpool – ,,Við gerðum allt sem við gátum“

Slot reynir að róa stuðningsmenn Liverpool – ,,Við gerðum allt sem við gátum“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Samþykkt að 48 lið verða á HM

Samþykkt að 48 lið verða á HM
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Mjög áhyggjufullur fyrir úrslitaleik United – ,,Mér líður ekki vel“

Mjög áhyggjufullur fyrir úrslitaleik United – ,,Mér líður ekki vel“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gömul ummæli Trent vekja nú athygli – Nefndi manninn sem er orðaður við Liverpool í dag

Gömul ummæli Trent vekja nú athygli – Nefndi manninn sem er orðaður við Liverpool í dag
433Sport
Í gær

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna
433Sport
Í gær

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við
433Sport
Í gær

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar
433Sport
Í gær

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar