fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
433Sport

Staðfesta komu Walker

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 24. janúar 2025 19:41

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kyle Walker er búinn að skrifa undir hjá AC Milan og félagið hefur staðfest komu hans.

Skiptin hafa legið í loftinu en nú er allt klappað og klárt. Bakvörðurinn kemur á láni til Milan frá Manchester City út leiktíðina. Ítalska félagið getur keypt hann að lánsdvölinni lokinni, en hinn 34 ára gamli Walker er samningsbundinn City til 2026.

Walker hefur verið hjá City síðan 2017 og verið algjör lykilmaður í liðinu sem hefur unnið Englandsmeistaratitilinn trekk í trekk og Meistaradeildina einu sinni, svo dæmi séu tekin.

Það er hins vegar aðeins farið að hægjast á Walker og hefur hann verið í vandræðum í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni, sem og lið City yfirhöfuð.

Þá eru vandræði utan vallar og framhjáhald Walker ekki til að bæta stöðuna. Eiginkona hans flytur með honum til Ítalíu og freista þau þess að bæta sambandið þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton
433Sport
Í gær

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur