fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Róbert Frosti seldur til Svíþjóðar

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 24. janúar 2025 10:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjarnan hefur staðfest söluna á Róberti Frosta Þorkelssyni til GAIS í Svíþjóð.

Skiptin hafa legið í loftinu og hinn 19 ára gamli Róbert Frosti heldur nú til GAIS, sem hafnaði í sjötta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar í fyrra.

„Það er alltaf gleðiefni þegar við sjáum unga leikmenn taka skrefið erlendis og það hefur verið mikil lyftistöng fyrir Stjörnusamfélagið allt að sjá allan þennan fjölda af leikmönnum ná að elta drauminn og þess vegna er það sérstaklega ánægjulegt að sjá að Róbert Frosti er að stíga mjög skemmtilegt skref í klúbb sem við höfum trú á að muni henta honum vel og þess vegna vil ég þakka honum fyrir geggjaðan tíma með uppeldisfélagi sínu. Þangað til næst!“ segir Helgi Hrannarr Jónsson formaður meistaraflokksráðs karla hjá Stjörnunni

„Ég vil nota tækifærið og þakka eftirtöldum aðilum: Jökli, Ejub og Ragga Trausta fyrir að hafa gert mig að betri leikmanni, frábærum liðsfélögum og síðast en ekki síst Hauki Þorsteins og Silfurskeiðinni. Það hefur verið heiður að spila fyrir ykkur. þið eruð hjartað í þessu félagi. Það er alveg jafn stór draumur hjá mér að verða Íslandsmeistari með Stjörnunni og að spila fótbolta erlendis. Nú ætla ég að eltast við annan af þessum draumum. Ég kem síðan til baka að láta hinn rætast,“ segir Róbert Frosti.

Róbert Frosti skorað tvö mörk og lagði upp fimm í Bestu deildinni síðasta sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gummi Ben kom Hjörvari verulega á óvart í beinni útsendingu – Fékk gjöf frá manninum sem hann hefur gagnrýnt mest

Gummi Ben kom Hjörvari verulega á óvart í beinni útsendingu – Fékk gjöf frá manninum sem hann hefur gagnrýnt mest
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fyrirliðinn spenntastur fyrir þessum leikmanni í vetur

Fyrirliðinn spenntastur fyrir þessum leikmanni í vetur
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu fyrsta mark Gyokores fyrir Arsenal

Sjáðu fyrsta mark Gyokores fyrir Arsenal
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vildi ekki kveðja en var neyddur af liðsfélögunum – Sjáðu fallegt augnablik

Vildi ekki kveðja en var neyddur af liðsfélögunum – Sjáðu fallegt augnablik
433Sport
Í gær

Gæti óvænt tekið hanskana af hillunni og spilað á HM 2026

Gæti óvænt tekið hanskana af hillunni og spilað á HM 2026
433Sport
Í gær

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad