fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Aðeins einn kostur eftir fyrir Rashford

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 23. janúar 2025 15:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það virðist sem svo að aðeins eitt lið komi nú til greina sem næsti áfangastaður Marcus Rashford, fari hann frá Manchester United í þessum mánuði.

Samkvæmt enskum miðlum á Dortmund ekki efni á Rashford, en hann þénar um 325 þúsund pund á viku.

Þá hafði Rashford einnig verið mikið orðaður við AC Milan en eftir skipti Kyle Walker þangað frá Manchester City á ítalska félagið ekki lengur efni á að fá hann í þessum mánuði.

Það skilur eftir Barcelona. Það er einmitt félagið sem Rashford vill helst fara til samkvæmt helstu fréttum.

Fundur átti sér stað milli Börsunga og fulltrúa Rashford á þriðjudag, en ljóst er að Katalóníufélagið þarf líka að taka til í bókhaldinu til að eiga efni á Englendingnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

England: Burnley vann Sunderland – Brentford kom mörgum á óvart

England: Burnley vann Sunderland – Brentford kom mörgum á óvart
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hatar Liverpool en skemmti sér með stjóranum í sumar: ,,Maður þarf að sýna virðingu“

Hatar Liverpool en skemmti sér með stjóranum í sumar: ,,Maður þarf að sýna virðingu“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mussolini og Stalin í lagi en hans nafn er bannað á vinnustaðnum

Mussolini og Stalin í lagi en hans nafn er bannað á vinnustaðnum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Amorim viðurkennir erfiðleika í samningaviðræðum við undrabarnið

Amorim viðurkennir erfiðleika í samningaviðræðum við undrabarnið