fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Staðfesta ráðninguna á Elísabetu

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 20. janúar 2025 11:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elísabet Gunnarsdóttir er tekin við sem þjálfari belgíska kvennalandsliðsins.

433.is greindi frá því fyrir helgi að Elísabet væri að taka við og nú hefur ráðning hennar verið staðfest af belgíska knattspyrnusambandinu. Tekur hún við af Ives Serneels, sem var á dögunum látin fara eftir fjórtán ár í starfi.

Elísabet hefur ekki þjálfað síðan hún hætti með Kristianstad í Svíþjóð 2023. Var hún þar í fjórtán ár við góðan orðstýr.

Belgía er í 19. sæti á heimslista FIFA, fimm sætum fyrir neðan Ísland. Liðið verður þátttakandi á EM í Sviss næsta sumar, rétt eins og Ísland, og er þar í riðli með Portúgal, Ítalíu og Spáni.

Auk Kristianstad hefur Elísabet þjálfað Val og ÍBV hér heima, sem og verið aðstoðarþjálfari íslenska kvennalandsliðsins um skeið. Hún hefur verið orðuð við önnur störf frá því hún hætti með Kristianstad, til að mynda þjálfarastarfið hjá Chelsea í fyrra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Amorim viðurkennir erfiðleika í samningaviðræðum við undrabarnið

Amorim viðurkennir erfiðleika í samningaviðræðum við undrabarnið
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Engin rúta á Emirates í dag: ,,Viljum hræða andstæðinginn“

Engin rúta á Emirates í dag: ,,Viljum hræða andstæðinginn“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Tjáir sig um Eze: ,,Ég get ekki skrifað undir samning fyrir hönd leikmannsins“

Tjáir sig um Eze: ,,Ég get ekki skrifað undir samning fyrir hönd leikmannsins“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Norðurlandafundur fór fram á Íslandi – Heimsóttu Bessastaði

Norðurlandafundur fór fram á Íslandi – Heimsóttu Bessastaði
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“
433Sport
Í gær

Tekist á um val RÚV – „Það er ástæða fyrir því að Gísli Marteinn er aldrei færður“

Tekist á um val RÚV – „Það er ástæða fyrir því að Gísli Marteinn er aldrei færður“
433Sport
Í gær

Skoðar stöðu sína eftir samþykkt tilboð – Furðaði sig á fréttaflutningi um málið á dögunum

Skoðar stöðu sína eftir samþykkt tilboð – Furðaði sig á fréttaflutningi um málið á dögunum
433Sport
Í gær

Nýta sér ákvæði í samningi Hallgríms og framlengja hann um eitt ár

Nýta sér ákvæði í samningi Hallgríms og framlengja hann um eitt ár
433Sport
Í gær

Forráðamenn United vonast eftir því að Tottenham horfi til Garnacho

Forráðamenn United vonast eftir því að Tottenham horfi til Garnacho