fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433

City vann stórsigur á nýliðunum

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 19. janúar 2025 18:32

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester City vann stórsigur á Ipswich í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Eins og flestir vita hefur City átt í miklum vandræðum á leiktíðinni en liðið fór hins vegar létt með nýliða Ipswich í dag.

Phil Foden kom þeim yfir eftir tæpan hálftíma leik og Mateo Kovacic tvöfaldaði forystuna skömmu síðar. Foden skoraði svo sitt annað mark fyrir lok fyrri hálfleiks og staðan 0-3.

Leikmenn City voru ekki hættir og Jeremy Doku skoraði fjórða markið snemma í seinni hálfleik. Eftir tæpan klukkutíma leik var komið að Erling Braut Haaland, sem skrifaði undir nýjan langtímasamning á dögunum. Kom hann City í 0-5 áður en James McAtee innsiglaði 0-6 stórsigur.

City er þar með komið upp í fjórða sæti deildarinnar, 12 stigum á eftir toppliði Liverpool sem einnig á leik til góða.

Ipswich er í átjánda sæti með 16 stig, jafnmörg og Wolves sem er sæti ofar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Daninn ómyrkur í máli í kjölfar U-beygju Eze

Daninn ómyrkur í máli í kjölfar U-beygju Eze
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hár verðmiði og áhugi erlends risa gerir þeim erfitt fyrir

Hár verðmiði og áhugi erlends risa gerir þeim erfitt fyrir
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

United stelur lækni af Crystal Palace

United stelur lækni af Crystal Palace
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar