fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
433Sport

Þriðji og síðasti hluti miðasölu á EM

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 9. janúar 2025 07:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þriðji og síðasti hluti miðasölu á EM A landsliða kvenna 2025 í Sviss til stuðningsmanna Íslands hefst kl. 12:00 í dag Um er að ræða miðasölu sem er opin öllum sem skráðir eru „Fan of Iceland“ í miðasölukerfi UEFA.

Fyrstu tveir hlutar miðasölunnar hafa gengið mjög vel og nokkuð fljótt varð uppselt í svæði íslenskra stuðningsmanna á leik Íslands og Noregs (10. júlí). Nýlega varð svo uppselt í það svæði á leik Íslands og Finnlands (2. júlí). UEFA hefur nú upplýst KSÍ um að miðum til stuðningsmanna Íslands hafi verið fjölgað og því eru lausir miðar á alla leiki Íslands í miðasölunni sem hefst á fimmtudag. Engu að síður má búast við að miðar á leikina tvo í Thun (gegn Finnlandi og Noregi) seljist fljótt.

Miðasalan sem hefst á fimmtudag verður opin þeim sem skráð eru „Fan of Iceland“ til kl. 12:00 fimmtudaginn 16. janúar, eða á meðan miðar endast. Hafa ber í huga að þó svo miðar í stuðningsmannasvæði Íslands seljist upp, þá þýðir það ekki að uppselt sé á leikina. Almenn miðasala á alla leiki keppninnar (opin öllum, fyrstur kemur-fyrstur fær) hefst síðan um miðjan febrúar á miðasöluvef UEFA og fara þá allir þeir miðar sem eru óseldir og/eða hefur ekki verið ráðstafað í almenna sölu.

Öll miðasala fer fram í gegnum miðasöluvef UEFA – smelltu hér til að komast inn á miðavefinnSamkvæmt skilmálum UEFA um miðakaup getur hver notandi mest keypt samtals 10 miða á hvern leik í mótinu. Ef notandinn hefur t.d. þegar keypt 4 miða í fyrri miðasöluglugga, þá getur viðkomandi mest keypt 6 miða í þessum þriðja hluta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Bauð tæplega 80 milljónir í notaðan vasaklút – ,,Þá hvarf auglýsingin“

Bauð tæplega 80 milljónir í notaðan vasaklút – ,,Þá hvarf auglýsingin“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Mögulega fastur hjá sínu félagsliði út tímabilið

Mögulega fastur hjá sínu félagsliði út tímabilið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Horfðu á Áramótabombu Íþróttavikunnar – Kristján Óli fer um víðan völl

Horfðu á Áramótabombu Íþróttavikunnar – Kristján Óli fer um víðan völl
433Sport
Í gær

Settu upphæðina sem Blikar greiddu Halldóri í annað samhengi – „Það er áhugavert að horfa til þess nú“

Settu upphæðina sem Blikar greiddu Halldóri í annað samhengi – „Það er áhugavert að horfa til þess nú“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Salah sá fyrsti í sögunni

Salah sá fyrsti í sögunni
433Sport
Fyrir 3 dögum

Amorim virðist áhyggjufullur: ,,Við munum lenda í vandræðum“

Amorim virðist áhyggjufullur: ,,Við munum lenda í vandræðum“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni
433Sport
Fyrir 3 dögum

Glódís og Hákon valin best

Glódís og Hákon valin best
433Sport
Fyrir 3 dögum

Hætt við leikinn eftir allt saman

Hætt við leikinn eftir allt saman