fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Verður Rashford hluti af stórum skiptidíl?

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 3. janúar 2025 08:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Victor Osimhen er áfram orðaður við Manchester United og gæti Marcus Rashford verið notaður í skiptidíl til að landa nígerska framherjanum.

Osimhen er á láni hjá Galatasaray frá Napoli. Hann var orðaður við fjölda stórliða síðasta sumar, þar á meðal United, en ekkert gekk upp og var farinn sú leið að lána hann til Galatasaray þar sem samband hans við ítalska félagið var í molum.

Getty

Lánssamningurinn gildir út leiktíðina en samkvæmt The Sun vonast United til að landa Osimhen í janúar. Klásúla er í samningi leikmannsins við Napoli upp á 62 milljónir punda en United hyggst reyna að nota Rashford upp í kaupin.

Rashford virðist ekki eiga neina framtíð á Old Trafford undir stjórn Ruben Amorim og er opinn fyrir því að fara. Hann hefur þó hafnað tilboðum frá Sádi-Arabíu og Tyrklandi.

Hjá Napoli myndi hann hitta fyrir fyrrum liðsfélaga sína hjá United, Scott McTominay og Romelu Lukaku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Amorim viðurkennir erfiðleika í samningaviðræðum við undrabarnið

Amorim viðurkennir erfiðleika í samningaviðræðum við undrabarnið
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Engin rúta á Emirates í dag: ,,Viljum hræða andstæðinginn“

Engin rúta á Emirates í dag: ,,Viljum hræða andstæðinginn“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Tjáir sig um Eze: ,,Ég get ekki skrifað undir samning fyrir hönd leikmannsins“

Tjáir sig um Eze: ,,Ég get ekki skrifað undir samning fyrir hönd leikmannsins“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Norðurlandafundur fór fram á Íslandi – Heimsóttu Bessastaði

Norðurlandafundur fór fram á Íslandi – Heimsóttu Bessastaði
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“
433Sport
Í gær

Tekist á um val RÚV – „Það er ástæða fyrir því að Gísli Marteinn er aldrei færður“

Tekist á um val RÚV – „Það er ástæða fyrir því að Gísli Marteinn er aldrei færður“
433Sport
Í gær

Skoðar stöðu sína eftir samþykkt tilboð – Furðaði sig á fréttaflutningi um málið á dögunum

Skoðar stöðu sína eftir samþykkt tilboð – Furðaði sig á fréttaflutningi um málið á dögunum
433Sport
Í gær

Nýta sér ákvæði í samningi Hallgríms og framlengja hann um eitt ár

Nýta sér ákvæði í samningi Hallgríms og framlengja hann um eitt ár
433Sport
Í gær

Forráðamenn United vonast eftir því að Tottenham horfi til Garnacho

Forráðamenn United vonast eftir því að Tottenham horfi til Garnacho