fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Forráðamenn City töluðu við leikmenn sína – Segja þeim að hafa engar áhyggjur af 115 ákærunum

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 16. september 2024 17:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómsmálið gegn Manchester City hófst í dag en óháð nefnd tekur 115 ákærur ensku knattspyrnusambandsins fyrir.

Forráðamenn City virðast ekki hafa neitt sérstaklega miklar áhyggjur af þessum ákærum.

City er sakað um að brjóta reglur um fjármögnun frá árinu 2009 til ársins 2018. Búist er við niðurstöðu í málinu í upphafi næsta árs.

Forráðemenn City hafa rætt við leikmenn liðsins í gegnum ferlið og hafa ekki neinar áhyggjur.

„Þegar ég var þarna og fréttirnar fóru í loftið þá komu Txiki Begiristain og Ferran Soriano til okkar og sögðust ekki hafa neinar áhyggjur því City hefði ekki brotið neina reglu,“ sagði Aymeric Laporte fyrrum leikmaður City.

„Þeir sögðu okkar að allt yrði í lagi, ég held að þetta verði ekki neitt vandamál.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag