fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
433Sport

Sjáðu myndbandið – Átti að reka lykilmann Arsenal af velli í dag?

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 15. september 2024 18:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir kölluðu eftir rauðu spjaldi á Jurrien Timber varnarmann Arsenal í leik liðsins gegn Tottenham í dag.

Timber braut þá á Pedro Porro en fór heldur fast með takkana í kauða.

Arsenal vann grannaslaginn í London í dag en leikið var á heimavelli Tottenham að þessu sinni.

Leikurinn var engin flugeldasýning en eitt mark var skorað og það gerði varnarmaðurinn Gabriel fyrir gestina.

Gabriel kom boltanum í netið á 64. mínútu sem reyndist nóg til að tryggja sigurinn og kemur Arsenal í annað sætið.

Átta gul spjöld fóru á loft og var hiti á meðal leikmanna en hvorugt lið náði að skapa sér mikið af góðum marktækifærum.

Þetta var annað tap Tottenham í röð en liðið lá gegn Newcastle í síðustu umferð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Óvænt félag í umræðuna um Lewandowski

Óvænt félag í umræðuna um Lewandowski
433Sport
Í gær

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“
433Sport
Í gær

Fór um áhorfendur eftir þessi subbulegu meiðsli í London í gær – Mynd

Fór um áhorfendur eftir þessi subbulegu meiðsli í London í gær – Mynd
433Sport
Í gær

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni