fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
433Sport

Úlfur Arnar sakar Gunnar Odd um hótanir í garð ungra manna – „Við vorum mjög hneykslaðir“

433
Fimmtudaginn 1. ágúst 2024 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis sakar Gunnar Odd Hafliðason um að hafa hótað miðvörðum liðsins að hann myndi reka þá af velli ef þeir færu að klípa leikmenn Þróttar.

Atvikið gerist fyrir leik liðsins gegn Þrótti í Lengjudeildinni í gær. „Það er búið að stimpla okkur áður en að leikurinn byrjar. hafsentarnir mínir tveir eru teknir afsíðis í upphitun af dómaranum. Truflar þá í upphitun til að segja við þá að hann sé búinn að heyra úr ýmsum áttum að þeir séu búnir að klípa og toga og hann ætli að gefa þeim rautt ef hann verði vitni af því,“ segir Úlfur Arnar við Fótbolta.net.

Samkvæmt mjög öruggum heimildum 433.is mætti Gunnar Oddur fyrir leik og talaði við Júlíus Mar Júlíusson og Baldvin Þór Berndsen og lét þá vita að ef þeir myndu klípa í leikmenn Þróttar þá myndi hann reka þá af velli. Júlíus og Baldvin eru ungir og mjög efnilegir varnarmann.

Úlfi finnst framkoman galin. „Mér finnst þetta galið að dómari sé að trufla tvo unga leikmenn í miðri upphitun og eiginlega hóta þeim,“ segir Úlfur við Fótbolta.net.

Gunnar Sigurðsson aðstoðarmaður Úlfs fór til Gunnars Odds fyrir leik og samkvæmt heimildum 433.is lét hann dómarann vita af því að Fjölnismenn myndu láta fjölmiðla vita af þessum hótunum. Fyrir það fékk markmannsþjálfarinn gult spjald.

Leiknum lauk með markalausu jafntefli en Fjölnir situr á toppi deildarinnar og hefur liðið átt frábært tímabil í Lengjudeildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjóðheitur Sævar verður ekki meira með – „Mér var brugðið“

Sjóðheitur Sævar verður ekki meira með – „Mér var brugðið“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta eru mennirnir sem KSÍ hefur fengið til að rýna í hvernig til hefur tekist – Stór nöfn á listanum

Þetta eru mennirnir sem KSÍ hefur fengið til að rýna í hvernig til hefur tekist – Stór nöfn á listanum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Bandaríkin, England og Spánn mögulegir áfangastaðir afar spennandi miðjumanns

Bandaríkin, England og Spánn mögulegir áfangastaðir afar spennandi miðjumanns
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Miðasalan fer af stað á morgun

Miðasalan fer af stað á morgun
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gleymd stjarna elti peningana víða um heiminn og giftist fyrirsætu – „Fólk talar án þess að vita neitt“

Gleymd stjarna elti peningana víða um heiminn og giftist fyrirsætu – „Fólk talar án þess að vita neitt“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Búnir að finna annan eftir höfnun Gerrard – Var eitt sinn ansi hataður

Búnir að finna annan eftir höfnun Gerrard – Var eitt sinn ansi hataður
433Sport
Í gær

Everton pirrað eftir ummæli í beinni í gær – Velti því fyrir sér hvort Pickford ætti ekki að fara

Everton pirrað eftir ummæli í beinni í gær – Velti því fyrir sér hvort Pickford ætti ekki að fara
433Sport
Í gær

Viðar Örn kveður Akureyri

Viðar Örn kveður Akureyri