fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
433Sport

Ten Hag virðist vera búinn að fyrirgefa leikmanni United – ,,Gríðarlega góður leikmaður“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 21. júlí 2024 16:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erik ten Hag, stjóri Manchester United, virðist vera búinn að fyrirgefa vængmanninum Jadon Sancho.

Sancho var í byrjunarliði United í gær sem vann Rangers í æfingaleik en hann var lánaður til Dortmund í janúar á þessu ári og stóð sig nokkuð vel.

Samband Ten Hag og Sancho var ekki gott sem varð til þess að hann var sendur til Þýskalands en hann kom til enska liðsins fyrir um tveimur árum.

Útlit er fyrir að Ten Hag sé búinn að fyrirgefa Sancho en þeir höfðu rifist opinberlega í ágúst 2023 og eftir það andaði köldu þar á milli.

,,Við áttum gott samtal, hver sem er getur gert mistök. Ef leikmaðurinn tekur því vel þá seturðu ákveðna línu og horfir fram veginn,“ sagði Ten Hag.

,,Þetta félag þarf á góðum leikmönnum að halda og eitt er á hreinu; Jadon er gríðarlega góður leikmaður. Ég vona að hann nái að finna sig hér og taki þátt í okkar sigurgöngu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta eru áhrifin sem Afríkumótið mun hafa á ensku deildina – Sunderland missir helling og United fær að finna fyrir því

Þetta eru áhrifin sem Afríkumótið mun hafa á ensku deildina – Sunderland missir helling og United fær að finna fyrir því
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Benzema ekki á þeim buxunum að hætta – Orðaður við ótrúlega endurkomu

Benzema ekki á þeim buxunum að hætta – Orðaður við ótrúlega endurkomu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Árni Snær heldur áfram í Garðabænum

Árni Snær heldur áfram í Garðabænum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Birta ræðu Arnars í klefanum eftir vonbrigðin í Úkraínu – „Stundum þarftu að fara í gegnum fokking heartbreak í lífinu“

Birta ræðu Arnars í klefanum eftir vonbrigðin í Úkraínu – „Stundum þarftu að fara í gegnum fokking heartbreak í lífinu“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Nefna fimm ensk félög sem gætu skoðað Neymar – Getur komið frítt í janúar

Nefna fimm ensk félög sem gætu skoðað Neymar – Getur komið frítt í janúar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Írarnir nota rödd Gumma Ben til að gera hlutina enn betri – Heimir var þá þjálfari liðsins

Írarnir nota rödd Gumma Ben til að gera hlutina enn betri – Heimir var þá þjálfari liðsins