fbpx
Mánudagur 17.júní 2024
433Sport

„Freysi á auðvitað risastóran þátt í þessu“

433
Laugardaginn 25. maí 2024 08:00

Mynd: KSÍ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Már Helgason, sparkspekingur með meiru, var gestur í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.

Andri Lucas Guðjohnsen er á leið til Gent frá danska félaginu Lyngby. Hann var á láni hjá Lyngby í vetur en félagið festi svo kaup á honum nýlega.

„Þetta er fáránlega vel gert. Þeir eru greinilega þannig að þeir eru til í að gefa leikmönnum á þessum aldri tækifæri til að blómstra. Þarna taka þeir bet sem gengur gjörsamlega upp. Þetta var leikmaður sem var kannski ekki að fá tækifærin sem hann vildi fá. Hann fer svo þangað og brillerar. Maður elskar að sjá svona gerast og liðin stórgræða á þessu,“ sagði Jóhann, en Lyngby fær tæpan hálfan milljarð íslenskra króna fyrir Andra.

Freyr Alexandersson fékk Andra til Lyngby áður en hann fór svo sjálfur til Kortijk í Belgíu.

„Freysi á auðvitað risastóran þátt í þessu, hann heldur áfram að gefa. Þetta er hrikalega vel gert hjá Lyngby og flott skref hjá honum,“ sagði Jóhann.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

EM: Weghorst bjargaði Hollendingum

EM: Weghorst bjargaði Hollendingum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Telur að landsliðsþjálfarar Íslands hafi tekið þessa ákvörðun á síðustu stundu

Telur að landsliðsþjálfarar Íslands hafi tekið þessa ákvörðun á síðustu stundu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Pabbinn keyrði í sex tíma eftir að hafa heyrt fréttirnar – Gerði allt til að hjálpa syninum

Pabbinn keyrði í sex tíma eftir að hafa heyrt fréttirnar – Gerði allt til að hjálpa syninum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Barcelona virðist þurfa að játa sig sigrað

Barcelona virðist þurfa að játa sig sigrað
433Sport
Í gær

Garnacho mætir á mótið

Garnacho mætir á mótið
433Sport
Í gær

Lengjudeildin: Fjölnir á toppnum – Grindavík hafði betur gegn Leikni

Lengjudeildin: Fjölnir á toppnum – Grindavík hafði betur gegn Leikni
433Sport
Í gær

Bayern heldur í vonina þrátt fyrir höfnun á þriðjudaginn

Bayern heldur í vonina þrátt fyrir höfnun á þriðjudaginn
433Sport
Í gær

Kominn aftur heim eftir að félagið tryggði sér sæti í efstu deild

Kominn aftur heim eftir að félagið tryggði sér sæti í efstu deild
Hide picture