fbpx
Mánudagur 17.júní 2024
433Sport

Birtir skilaboð frá stórstjörnu – Bauð henni ráð til að grennast og ætlaði svo að sofa hjá henni

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 24. maí 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alex Le Tissier sem er fyrirsæta og áhrifavaldur í Bretlandi leyfði enskum blöðum að sjá skilaboð frá stjörnu í ensku úrvalsdeildinni sem hún hafði spjallað við.

Alex er fósturdóttir Matt Le Tissier sem átti frábæran feril sem leikmaður Southampton.

Alex segir frá því að eftir að hafa spjallað við leikmanninn hafi hann ráðlagt henni að grennast.

„Ég vil ekki gera þig leiða en ef þú missir nokkur kíló þá verður þú 10 af 10. Ég get gefið þér ráð, hefur þú áhuga á því?,“ sagði í skilaboðunum sem Daily Star fékk að sjá.

„Ef þú gerir það hefði ég áhuga á þér, þá myndi ég 100 prósent sofa hjá þér,“ sagði svo einnig.

Alex blokkaði manninn en sendi honum fyrst skilaboð. „Hver í andskotanum heldur þú að þú sért?,“ sagði Alex.

Við Daily Star segir hún að þetta hafi verið erfitt að sjá. „Ég fæ svo mörg ljót skilaboð, hann hélt að hann væri að gera mér greiða. Þetta er svo ömurlegur heimur í dag þar sem allt snýst um útlit og líkama,“ segir Alex.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

EM: Weghorst bjargaði Hollendingum

EM: Weghorst bjargaði Hollendingum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Telur að landsliðsþjálfarar Íslands hafi tekið þessa ákvörðun á síðustu stundu

Telur að landsliðsþjálfarar Íslands hafi tekið þessa ákvörðun á síðustu stundu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Pabbinn keyrði í sex tíma eftir að hafa heyrt fréttirnar – Gerði allt til að hjálpa syninum

Pabbinn keyrði í sex tíma eftir að hafa heyrt fréttirnar – Gerði allt til að hjálpa syninum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Barcelona virðist þurfa að játa sig sigrað

Barcelona virðist þurfa að játa sig sigrað
433Sport
Í gær

Garnacho mætir á mótið

Garnacho mætir á mótið
433Sport
Í gær

Lengjudeildin: Fjölnir á toppnum – Grindavík hafði betur gegn Leikni

Lengjudeildin: Fjölnir á toppnum – Grindavík hafði betur gegn Leikni
433Sport
Í gær

Bayern heldur í vonina þrátt fyrir höfnun á þriðjudaginn

Bayern heldur í vonina þrátt fyrir höfnun á þriðjudaginn
433Sport
Í gær

Kominn aftur heim eftir að félagið tryggði sér sæti í efstu deild

Kominn aftur heim eftir að félagið tryggði sér sæti í efstu deild