fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Gylfi Þór og Viktor Unnar eignast hlut í Tækniþjálfun – Mun nú bera nafn Gylfa

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 14. maí 2024 08:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson og Viktor Unnar Illugason hafa bæst í hóp aðalþjálfara okkar og munu sinna því starfi ásamt Ingólfi Sigurðssyni. Tækniþjálfun mun hér eftir bera nafnið Tækniþjálfun Gylfa Sig.

Tilkoma Gylfa Þórs og Viktors Unnars mun styrkja þjálfunina enn frekar, en markmið okkar er að bjóða upp á framúrskarandi þjálfun þar sem hver leikmaður fær þá athygli sem þarf til að taka framförum.

Fótboltafólki framtíðar gefst hér einstakt tækifæri til þess að æfa undir stjórn markahæsta leikmanns íslenska landsliðsins frá upphafi. Gylfi Þór er spenntur að miðla reynslu sinni og hjálpa ungum leikmönnum að verða enn betri.

Viktor Unnar Illugason

Viktor Unnar, sem lék sem atvinnumaður á yngri árum, hefur á undanförnum árum þjálfað hjá Breiðabliki og Val þar sem hann er leiðandi í þjálfun yngri leikmanna.

Tækniþjálfun fór af stað í fyrrahaust og hafa yfir 200 leikmenn æft á námskeiðum okkar. Sumarnámskeið verða kynnt á næstu dögum. Forskráning á haustönn 2024 er komin í gang á heimasíðu okkar. Eins og alltaf eru takmörkuð pláss í boði til að tryggja gæði þjálfunar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga