fbpx
Laugardagur 25.maí 2024
433Sport

Íhuga að lögsækja Gary Neville fyrir þessi ummæli

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 23. apríl 2024 11:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nottingham Forest íhugar að lögsækja sparkspekinginn Gary Neville vegna ummæla hans um félagið á dögunum. Daily Mail fjallar um málið.

Það varð allt brjálað á bak við tjöldin hjá Forest eftir leikinn gegn Everton á sunnudag. Um var að ræða fallbaráttuslag í ensku úrvalsdeildinni sem tapaðist 2-0. Forest vildi fá þrjú víti í leiknum en en Stuart Attwell, VAR-dómari, sendi Anthony Taylor dómara aldrei í skjáinn til að skoða atvikin.

Í kjölfarið sá eigandi Forest, Evangelos Marinakis, til þess að félagið sendi út yfirlýsingu þar sem dómarayfirvöld voru gagnrýnd. Forest segist hafa varað þau við að Attwell væri stuðningsmaður Luton, sem er í fallslagnum við Forest.

„Það hefur ítrekað verið reynt á þolinmæði okkar. Nú munum við skoða möguleika okkar,“ sagði þá meðal annars í yfirlýsingu Forest. Enska úrvalsdeildin fordæmdi vinnubrögð Forest svo með sinni eigin yfirlýsingu.

Neville var þá ekki skemmt yfir vinnubrögðum Forest og lét félagið heyra það.

„Það er eins og mafían hafi sent út þessa yfirlýsingu. Hvað í andskotanum eru þeir að spá?“ sagði hann og hélt áfram.

„Þeir láta eins og frek börn. Þetta er vandræðalegt. Að gefa í skyn fyrir að verið sé að svindla með því að hafa stuðningsmann Luton sem VAR-dómara er hneyksli. Þeir munu borga fyrir þetta.“

Forest er ekki hrifið af ummælum Nevilla og íhugar sem fyrr segir málsókn á hans hendur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Viðbrögð Ten Hag vekja athygli – Spurður að því hvort þetta verði hans síðasti leikur

Viðbrögð Ten Hag vekja athygli – Spurður að því hvort þetta verði hans síðasti leikur
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Las þetta úr svörum Hareide varðandi Gylfa Þór

Las þetta úr svörum Hareide varðandi Gylfa Þór
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Albert spilar í kvöld í kjölfar vendinga í máli hans

Albert spilar í kvöld í kjölfar vendinga í máli hans
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Arnar Gunnlaugs og Óskar Hrafn á RÚV í sumar

Arnar Gunnlaugs og Óskar Hrafn á RÚV í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Horfðu á nýjasta þátt af Íþróttavikunni – Jóhann Már kemur og ræðir allt það helsta

Horfðu á nýjasta þátt af Íþróttavikunni – Jóhann Már kemur og ræðir allt það helsta
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Breyting á leikjum vegna veðurs

Breyting á leikjum vegna veðurs