fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
433Sport

Kristján segir dómara landsins skíthrædda við Víkinga – „Þetta er bara galið“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 22. apríl 2024 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Óli Sigurðsson sérfræðingur Þungavigtarinnar og fyrrum leikmaður Breiðabliks segir dómara landsins skíthrædda við Víkinga og dæma með þeim.

Kristján Óli lét orðin falla í Þungavigtinni í dag eftir 4-1 sigur Víkings á Breiðablik í gær þar sem löglegt mark var tekið af Benjamin Stokke í stöðunni 2-0 fyrir Víkinga.

„Þeir skora löglegasta mark sumarsins Blikarnir, þetta er bara galið. Víkingar byrja sumarið á því að bullya dómarana í meistara meistaranna, urða yfir þá og fá tvö rauð spjöld. Dómarar á íslandi eru skíthræddir við Víkinga, þeir þurfa að stíga upp,“ sagði Kristján Óli.

Karlalið Víkings vann.

Hann minntist á mark sem Fram skoraði gegn Víkingi í 2. umferð sem var ekki dæmt gilt á mjög umdeildan hátt.

„Víkingar eru með alveg nógu gott lið til að vinna þetta mót án þess að dómarar hjálpi þeim, þetta var rán í Úlfarsárdalnum og þetta í gær er vendipunktur leiksins.“

Mikael Nikulásson, þjálfari KFA tók þá til máls. „Þetta var rán í Úlfarársdalnum, þetta er ekki jöfnunarmark hjá Blikum, Víkingur vann 4-1, þeir hefðu unnið þennan leik sama hvað. Þetta var bara mark.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Stefán telur þetta of algengt í umræðunni hér á landi – „Verið að reka þetta allt í fjölmiðlum, það fer rosalega í taugarnar á mér“

Stefán telur þetta of algengt í umræðunni hér á landi – „Verið að reka þetta allt í fjölmiðlum, það fer rosalega í taugarnar á mér“
433Sport
Í gær

Bendtner nefnir eina liðsfélagann á ferlinum sem hann þoldi ekki

Bendtner nefnir eina liðsfélagann á ferlinum sem hann þoldi ekki
433Sport
Fyrir 2 dögum

Lofsyngur viðhorf Rashford – Ekki tekið ákvörðun hvort þeir kaupi hann

Lofsyngur viðhorf Rashford – Ekki tekið ákvörðun hvort þeir kaupi hann
433Sport
Fyrir 2 dögum

Setjur fram djarfa spá um framtíð Mason Greenwood

Setjur fram djarfa spá um framtíð Mason Greenwood