fbpx
Þriðjudagur 28.maí 2024
433Sport

Keane ósammála leikmanni United – „Þetta er nánast komið á það stig að mér líki illa við þá“

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 22. apríl 2024 11:37

Roy Keane

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Roy Keane, Manchester United goðsögn og sparkspekingur, var allt annað en sáttur með sína menn eftir sigur á Coventry í gær.

Liðin mættust í undanúrslitum enska bikarsins og komst United í 3-0. B-deildarliðið jafnaði hins vegar í 3-3 á ótrúlegan hátt og var farið í framlengingu.

Þar var ekkert skorað en Coventry kom þó boltanum í netið í blálokin. Það var hins vegar dæmt af vegna afar tæprar rangstöðu í aðdragandanum. Því var farið í vítaspyrnukeppni og þar hafði United betur.

„Það var eins og heimurinn vildi að Coventry myndi vinna. Við sýndum mikinn karakter og það var mjög mikilvægt að vinna vítaspyrnukeppnina,“ sagði Harry Maguire eftir leik.

Keane var ekki sáttur með þessi ummæli miðvarðarins.

„Maguire segir að þeir hafi sýnt mikinn karakter. Ég sé ekki karakter í þessu liði, alls ekki,“ sagði hann eftir leik.

„Þetta er nánast komið á það stig að mér líki illa við þá. Þeir voru eiginlega hræddir við að vinna leikinn.

Það eru mörg vandamál í þessu United liði en þeir kláruðu verkefnið. Coventry leit út eins og úrvalsdeildarlið í framlengingunni og United eins og B-deildarlið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

McKenna slekkur í öllum kjaftasögunum

McKenna slekkur í öllum kjaftasögunum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Unai Emery gleður stuðningsmenn Villa

Unai Emery gleður stuðningsmenn Villa
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Chelsea á barmi þess að ráða fyrrum aðstoðarmann Guardiola til starfa

Chelsea á barmi þess að ráða fyrrum aðstoðarmann Guardiola til starfa
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Líkur á að Southgate sparki Grealish úr hópnum

Líkur á að Southgate sparki Grealish úr hópnum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

McKenna og Amorim ekki á lista hjá Chelsea

McKenna og Amorim ekki á lista hjá Chelsea
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Xavi staðfestir að hann hafi viljað halda áfram – ,,Var tjáð að það væri ekki möguleiki“

Xavi staðfestir að hann hafi viljað halda áfram – ,,Var tjáð að það væri ekki möguleiki“
433Sport
Í gær

Staðfestir að hann sé að læra ensku – Líklegur í ensku úrvalsdeildina í sumar

Staðfestir að hann sé að læra ensku – Líklegur í ensku úrvalsdeildina í sumar
433Sport
Í gær

Sjáðu myndbandið: Stjarna City nálægt því að slasast alvarlega – Kominn vel í glas og tók heimskulega ákvörðun

Sjáðu myndbandið: Stjarna City nálægt því að slasast alvarlega – Kominn vel í glas og tók heimskulega ákvörðun