fbpx
Mánudagur 27.maí 2024
433Sport

Andri Lucas Guðjohnsen í einlægu viðtali – Þetta er það sem pabbi hans sagði honum er hann var ungur

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 22. apríl 2024 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsliðsframherjinn Andri Lucas Guðjohnsen er ansi glaður hjá danska félaginu Lyngby og stoltur af því að spila nú reglulega með íslenska landsliðinu. Hann var í áhugaverðu viðtali í spænskum fjölmiðlum á dögunum.

„Ég er mjög ánægður hérna og hér líður mér vel,“ sagði Andri við spænska miðilinn Relevo, en kappinn gekk endanlega í raðir Lyngby á dögunum eftir að hafa verið þar á láni frá Norrköping.

Hinn 22 ára gamli Andri er auðvitað sonur knattspyrnugoðsagnarinnar Eiðs Smára Guðjohnsen. Hann ætlaði sér alltaf langt.

„Pabbi sagði mér að það að vera fótboltamaður sé að gera það sem þú elskar í hverri viku, en að það reyni mjög á andlega þáttinn. Þú ert minna með fjölskyldum, það eru löng ferðalög og þess háttar.“

Andri er fæddur í London, þar sem faðir hans spilaði með Chelsea. Hann æfði svo með yngri liðum Barcelona, þar sem Eiður spilaði einnig, en fór svo í akademíu nágrannanna í Espanyol frá 2015-2018.

„Þetta voru góð ár. Þú lærir mikið á því að vera í svona félagi. Leikirnir gegn Barcelona voru mjög skemmtilegir. Þú spilaðir gegn leikmönnum á mjög háu stigi,“ sagði Andri um tímann þar.

Madríd kallaði

Eftir veruna hjá Espanyol gat Andri svo valið milli Barcelona og Real Madrid, ekki amalegt val það.

„Barca talaði við mig en þegar kallið kom frá Madríd vissi ég að ég vildi klæðast hvítu treyjunni. Pabbi spilaði auðvitað fyrir Barca sem er auðvitað mjög stór klúbbur líka en það var eitthvað við Real Madrid sem kallaði á mig,“ sagði Andri sem gekk í raðir Real Madrid.

Þar var hann í fjögur ár, frá 2018-2022 og spilaði með yngri liðum og varaliðinu.

„Allt var í hæsta gæðaflokki. Vellirnir, þjálfararnir, búningsklefarnir. Þetta var besta aðstaða í heimi og þú lærir að kunna að meta að spila þarna.“

Tíminn hjá Real Madrid var þó ekki aðeins dans á rósum en Andri sleit krossband fyrir tímabilið 2020-2021.

„Þú lærir mikið af svona og þetta breytir aðeins sýn þinni á fótboltann og lífið. Þú lærir að hlutirnir ganga ekki alltaf upp og þarft að leggja hart að þér ef þú vilt virkilega snúa aftur á völlinn.“

Þakkaði traustið

Sem fyrr segir er Andri nú hjá Lyngby, þar sem hann hefur fengið traustið og staðið sig vel.

„Þegar þú kemur til liðs og spilar mikið af mínútum finnurðu fyrir pressu. En ég vissi hvað ég gæti gefið liðinu. Þú finnur hvað þú ert mikilvægur.“

Andri spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2021 og er nú fastamaður í íslenska hópnum.

„Að spila fyrsta landsleikinn var mjög mikilvægt fyrir mig og fjölskyldu mína. Það er ekkert eins og að spila fyrir landsliðið. Ég er mjög glaður yfir því að vera að spila með landsliðinu,“ sagði Andri.

Viðtalið í heild má nálgast hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Svara fyrir gagnrýni eftir umdeilt viðtal við Ten Hag

Svara fyrir gagnrýni eftir umdeilt viðtal við Ten Hag
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Unai Emery gleður stuðningsmenn Villa

Unai Emery gleður stuðningsmenn Villa
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segir að þetta verði að gerast svo United reki Ten Hag

Segir að þetta verði að gerast svo United reki Ten Hag
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Líkur á að Southgate sparki Grealish úr hópnum

Líkur á að Southgate sparki Grealish úr hópnum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Albert í liði ársins á Ítalíu

Albert í liði ársins á Ítalíu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Xavi staðfestir að hann hafi viljað halda áfram – ,,Var tjáð að það væri ekki möguleiki“

Xavi staðfestir að hann hafi viljað halda áfram – ,,Var tjáð að það væri ekki möguleiki“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Markahæsti maðurinn fáanlegur fyrir 40 milljónir – Skoraði eitt mark í Danmörku

Markahæsti maðurinn fáanlegur fyrir 40 milljónir – Skoraði eitt mark í Danmörku
433Sport
Í gær

Sjáðu myndbandið: Stjarna City nálægt því að slasast alvarlega – Kominn vel í glas og tók heimskulega ákvörðun

Sjáðu myndbandið: Stjarna City nálægt því að slasast alvarlega – Kominn vel í glas og tók heimskulega ákvörðun
433Sport
Í gær

Scholes um vonarstjörnu United: ,,Ekki eyða tímanum í að bera hann saman við mig“

Scholes um vonarstjörnu United: ,,Ekki eyða tímanum í að bera hann saman við mig“