fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
433Sport

Blikar ætla sér mun stærri hluti – „Spáin er alltaf bara skemmtileg“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 2. apríl 2024 14:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kynningarfundur Bestu deildar karla var haldinn í dag, eins og ár hvert. Þar var spá fyrirliða, þjálfara og formanna til að mynda opinberuð. Breiðabliki var spáð þriðja sæti þar en liðið ætlar sér stærri hluti.

„Spáin er alltaf bara skemmtileg og þessi viðburður yfirhöfuð. Við ætlum klárlega að gera betur en þessi spá segir til um og erum ekki að fókusera mikið á hana. En heilt yfir er þetta alltaf vorboði þessi viðburður og það er mikið mómentum með þessa vöru, Bestu deildina yfirhöfuð,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, þjálfari Breiðabliks, við 433.is á kynningarfundinum í dag.

video
play-sharp-fill

Blikum gekk vel á undirbúningstímabilinu og unnu Lengjubikarinn eftir sigur á ÍA í úrslitaleik.

„Það er hrikalega góð stemning í hópnum. Við erum nýkomnir úr mjög vel lukkaðri æfingaferð. Við spiluðum leik í lok ferðar á móti Bundesliga-liði Köln. Það var góð frammistaða og ágætis niðurstaða. Við tókum það með okkur í leikinn á móti ÍA. Það er hrikalega góð stemning og menn vel undirbúnir.“

Halldór Árnason er á leið inn í sitt fyrsta tímabil sem aðalþjálfari Blika. Hann hefur verið aðstoðarmaður Óskars Hrafns Þorvaldssonar.

„Í grunninn erum við með svipuð kjarnagildi og gildismat. Það er ákveðið handbragð sem Dóri og þjálfarateymið vill halda í. En svo eru áherslubreytingar sem koma með nýju staffi og ég er mjög spenntur fyrir að sjá það framkvæmt í sumar.“

Blikar höfnuðu í fjórða sæti Bestu deildarinnar í fyrra en ætla sér mun betri hluti í ár.

„Það var leiðinlegt að vera úti úr keppninni í fyrra. Við teljum okkur geta verið keppnishæfa fram á lokadag og stefnum að sjálfsögðu á titilinn,“ sagði Höskuldur, en ítarlegra viðtal er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Þjálfari Portúgals kennir Heimi um rauða spjaldið

Þjálfari Portúgals kennir Heimi um rauða spjaldið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Klopp staðfestir endurkomu á hliðarlínuna en ekki sem þjálfari – Verður á HM næsta sumar

Klopp staðfestir endurkomu á hliðarlínuna en ekki sem þjálfari – Verður á HM næsta sumar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Erling Haaland keypti 70 ostborgara í gærkvöldi

Erling Haaland keypti 70 ostborgara í gærkvöldi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hættir á samfélagsmiðlum – Hefur verið dæmdur eftir færslur þar sem hann líkti fólki við barnaníðinga

Hættir á samfélagsmiðlum – Hefur verið dæmdur eftir færslur þar sem hann líkti fólki við barnaníðinga
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segir það hafa verið „andskoti stór mistök“ að fara til Chelsea

Segir það hafa verið „andskoti stór mistök“ að fara til Chelsea
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Frakkar gerðu Íslandi góðan greiða – Jafntefli dugar á sunnudag gegn Úkraínu

Frakkar gerðu Íslandi góðan greiða – Jafntefli dugar á sunnudag gegn Úkraínu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Yfirgaf United í fússi og fékk harkalegar móttökur frá mörgum í gær

Yfirgaf United í fússi og fékk harkalegar móttökur frá mörgum í gær
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Bend it like Berg!“

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Bend it like Berg!“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir gott kvöld í Bakú – Frábær á sögulegu kvöldi

Einkunnir leikmanna Íslands eftir gott kvöld í Bakú – Frábær á sögulegu kvöldi
Hide picture