fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
433Sport

Rúnari hrósað í hástert – „Hefur heillað mann“

433
Miðvikudaginn 17. apríl 2024 16:30

Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fram er með þrjú stig eftir tvær umferðir í Bestu deild karla. Liðið var til umræðu í hlaðvarpi Íþróttavikunnar, þar sem farið var yfir leikina í Bestu deildinni.

Lærisveinar Rúnars Kristinssonar, sem tók við í haust, unnu Vestra í fyrsta leik en töpuðu svo 0-1 gegn Víkingi. Má segja að þeir hafi verið ansi óheppnir í þeim leik og stór dómur féll gegn þeim, þar sem löglegt mark var dæmt af.

„Þó Fram hafi ekki unnið fannst manni spilamennska þeirra á köflum mjög góð og það sem Rúnar hefur verið að leggja áherslu á, varnarleikurinn, er að skila sér. Þetta er eitt mark fengið á sig í fyrstu tveimur leikjunum og þeir eru bara þéttir til baka,“ sagði Hörður Snævar Jónsson í þættinum.

Helgi Fannar Sigurðsson tók í svipaðan streng.

„Rúnari til hróss virðist liðið algjörlega tilbúið, þó það séu bara búnir tveir alvöru leikir. Frammistaðan á móti Vestra var mjög þroskuð. Þetta var klárlega Bestu deildarlið á móti nýliða. Og frammistaðan á móti Víkingi var mjög frambærileg og hefði dugað á móti mörgum liðum. Fram hefur heillað mann í þessum fyrstu tveimur leikjum.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Staðfesta sorglegt andlát ungs manns í yfirlýsingu

Staðfesta sorglegt andlát ungs manns í yfirlýsingu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Trump dregur í riðla mörgum mánuðum áður en margar þjóðir fá að vita hvort þær verði með – Ísland hugsanlega þar á meðal

Trump dregur í riðla mörgum mánuðum áður en margar þjóðir fá að vita hvort þær verði með – Ísland hugsanlega þar á meðal
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gleymd stjarna elti peningana víða um heiminn og giftist fyrirsætu – „Fólk talar án þess að vita neitt“

Gleymd stjarna elti peningana víða um heiminn og giftist fyrirsætu – „Fólk talar án þess að vita neitt“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Búnir að finna annan eftir höfnun Gerrard – Var eitt sinn ansi hataður

Búnir að finna annan eftir höfnun Gerrard – Var eitt sinn ansi hataður
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mættur aftur til starfa hjá Tottenham eftir 30 mánaða bann

Mættur aftur til starfa hjá Tottenham eftir 30 mánaða bann
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Norski landsliðsþjálfarinn tekur ungstirni City af lífi

Norski landsliðsþjálfarinn tekur ungstirni City af lífi
433Sport
Í gær

Vilja framlengja samning hans en bara ef hann vill lækka í launum

Vilja framlengja samning hans en bara ef hann vill lækka í launum
433Sport
Í gær

Beittir fjárkúgun til að fá lík afhent – „Nú skiljum við hvers vegna pabbi hélt okkur frá mörgu fólki“

Beittir fjárkúgun til að fá lík afhent – „Nú skiljum við hvers vegna pabbi hélt okkur frá mörgu fólki“