fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
433Sport

Rúnari hrósað í hástert – „Hefur heillað mann“

433
Miðvikudaginn 17. apríl 2024 16:30

Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fram er með þrjú stig eftir tvær umferðir í Bestu deild karla. Liðið var til umræðu í hlaðvarpi Íþróttavikunnar, þar sem farið var yfir leikina í Bestu deildinni.

Lærisveinar Rúnars Kristinssonar, sem tók við í haust, unnu Vestra í fyrsta leik en töpuðu svo 0-1 gegn Víkingi. Má segja að þeir hafi verið ansi óheppnir í þeim leik og stór dómur féll gegn þeim, þar sem löglegt mark var dæmt af.

„Þó Fram hafi ekki unnið fannst manni spilamennska þeirra á köflum mjög góð og það sem Rúnar hefur verið að leggja áherslu á, varnarleikurinn, er að skila sér. Þetta er eitt mark fengið á sig í fyrstu tveimur leikjunum og þeir eru bara þéttir til baka,“ sagði Hörður Snævar Jónsson í þættinum.

Helgi Fannar Sigurðsson tók í svipaðan streng.

„Rúnari til hróss virðist liðið algjörlega tilbúið, þó það séu bara búnir tveir alvöru leikir. Frammistaðan á móti Vestra var mjög þroskuð. Þetta var klárlega Bestu deildarlið á móti nýliða. Og frammistaðan á móti Víkingi var mjög frambærileg og hefði dugað á móti mörgum liðum. Fram hefur heillað mann í þessum fyrstu tveimur leikjum.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Myndband náðist þegar lögreglan skarst í leikinn – Grunaði maka sinn um framhjáhald og hafði rétt fyrir sér

Myndband náðist þegar lögreglan skarst í leikinn – Grunaði maka sinn um framhjáhald og hafði rétt fyrir sér
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rooney talar um ömurleg kaup United í gegnum árin og nefnir þrjú nöfn

Rooney talar um ömurleg kaup United í gegnum árin og nefnir þrjú nöfn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Nefnir þrjá leikmenn sem hafa hjálpað til við að rétta við gengi United

Nefnir þrjá leikmenn sem hafa hjálpað til við að rétta við gengi United
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Tyrkirnir hafa áhuga á ólátabelg Tottenham

Tyrkirnir hafa áhuga á ólátabelg Tottenham
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Eiður Aron fylgir Davíði Smára í Njarðvík

Eiður Aron fylgir Davíði Smára í Njarðvík
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fljótasti maður sögunnar grátbiður Ferdinand að tala við leikmenn United um þetta

Fljótasti maður sögunnar grátbiður Ferdinand að tala við leikmenn United um þetta
433Sport
Í gær

Robertson opnar sig um hugsanleg endalok hjá Liverpool

Robertson opnar sig um hugsanleg endalok hjá Liverpool
433Sport
Í gær

Messi og fjölskylda þrá að flytja aftur til Barcelona

Messi og fjölskylda þrá að flytja aftur til Barcelona