fbpx
Sunnudagur 26.maí 2024
433Sport

Karl-remba KR-inga í Morgunblaðinu vekur nokkra athygli – Segja aðra borga betur

433
Miðvikudaginn 17. apríl 2024 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auglýsing KR í Morgunblaðinu í dag vekur mikla athygli en þar örlar á rembingi þar sem talað er upp eigið ágæti félagsins. KR er eitt af stórveldum íslenska boltans en mörgum finnst rembingurinn í þessari auglýsingu helst til of mikill. Stuðningsmenn liðsins hvetja þar fólk til að kaupa ársmiða en aðeins á leiki karlaliðsins.

Stuðningsmenn KR kaupa þessa auglýsingu þar sem talað er um ágæti karlaliðs félagsins en ekkert er minnst á kvennaknattspyrnu sem hefur átt undir högg að sækja á Meistaravöllum. Liðið er í neðstu deild og hafa leikmenn og þjálfarar í kringum liðið kvartað nokkuð reglulega síðustu ár.

KR var besta lið landsins í mörg ár þegar íslenskur fótbolti var að hefja göngu sína og vann flesta af sínum titlum þá, hefur félagið sem dæmi unnið sjö Íslandsmeistaratitla frá árinu 1969. Fjöldi félaga hefur gert betur en það.

Á sama tíma hefur Valur unnið átta Íslandsmeistaratitla í karlaflokki, FH hefur að sama skapi unnið átta. Skagamenn hafa svo unnið tólf Íslandsmeistaratitla á þessum tíma.

„Það er rétt að sumur önnur lið eru með fleiri leikmenn og á dýrari samningi. En það eru gömul sannindi og ný að það eru bara 11 sem byrja inni á vellinum,“ segir í auglýsingu KR. Þessi orð vekja athygli og þá sérstaklega eftir veturinn þar sem Alex Þór Hauksson og Aron Sigurðarson völdu KR eftir að félagið bauð þeim best allra liða á Íslandi.

Stjarnan treysti sér ekki til að borga Alex Þór sömu laun og KR gat borgað og Valdur vildi ekki borga Aroni Sigurðarsyni sömu laun og KR treysti sér til að borga. Vekur þessi lína því nokkra athygli.

Auglýsinguna sem birtist í Morgunblaðinu má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sjáðu skelfileg mistök í vörn Manchester City – United leiðir í úrslitaleiknum

Sjáðu skelfileg mistök í vörn Manchester City – United leiðir í úrslitaleiknum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Staðfesta komu Rooney

Staðfesta komu Rooney
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Reka hann og þurfa að borga 15 milljónir

Reka hann og þurfa að borga 15 milljónir
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hetja vikunnar fáanleg fyrir um 30 milljónir

Hetja vikunnar fáanleg fyrir um 30 milljónir
433Sport
Í gær

Albert virkur á Instagram eftir leik í kvöld – Sjáðu myndir og myndbönd sem hann birti

Albert virkur á Instagram eftir leik í kvöld – Sjáðu myndir og myndbönd sem hann birti
433Sport
Í gær

Hansi Flick vill sækja stórt nafn til Barcelona

Hansi Flick vill sækja stórt nafn til Barcelona
433Sport
Í gær

Ákvörðunin gefi það til kynna að Albert verði sakfelldur

Ákvörðunin gefi það til kynna að Albert verði sakfelldur
433Sport
Í gær

Ætla að reyna að rifta samningi við Coutinho

Ætla að reyna að rifta samningi við Coutinho