fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
433Sport

„Sláandi“ að sjá tíðindin af Vestfirðingum en viðbrögðunum hrósað í hástert

433
Sunnudaginn 14. apríl 2024 08:30

Frá Ísafirði. Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nadía Atladóttir, nýr leikmaður Vals, var gestur í nýjasta þætti Íþróttavikunnar. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.

Mörgum var brugðið vegna frétta af því að einn af þremur bílum sem flutti lið Vestra aftur á Ísafjörð eftir leik gegn Fram á dögunum hafi oltið á leiðinni. Einn leikmaður, Sergine Fall, var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík en enginn slasaðist alvarlega.

„Þetta var sláandi að sjá þetta,“ sagði Helgi í þættinum.

Samúel Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs Vestra, sagði að það kæmi til greina að endurskoða hvernig liðið ferðast í hvaða aðstæðum.

„Mér fannst flott hjá Samma að segja að hann væri sjálfur að endurskoða þetta. Hafiði keyrt vestur? Það getur alveg verið scary,“ sagði Hrafnkell.

Elmar Atli Garðarson, fyrirliði Vestra, fylgdi Fall suður á sjúkrahúsið.

„Mér finnst hann svo geggjuð týpa fyrirliðinn, að fara með honum suður. Það var sýnt frá því í Lengsta undirbýningstímabil í heimi um daginn að hann er að skjóta minnka og smíða á sumrin,“ sagði Hrafnkell sem er mikill aðdáandi Elmars.

Umræðan í heild er í spilaranum.

Ithrottavikan s03e14 Bilslysid.mp4
play-sharp-fill

Ithrottavikan s03e14 Bilslysid.mp4

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Kanarnir gera kröfu um að tveir leikir úr ensku deildinni verði spilaðir þar í landi

Kanarnir gera kröfu um að tveir leikir úr ensku deildinni verði spilaðir þar í landi
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Rashford hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar

Rashford hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tónlistargoðsögnin faldi sig heima hjá vini sínum: Þakklátur fyrir enga samskiptamiðla – ,,Töldum þetta vera slæma hugmynd“

Tónlistargoðsögnin faldi sig heima hjá vini sínum: Þakklátur fyrir enga samskiptamiðla – ,,Töldum þetta vera slæma hugmynd“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Lengjudeildin: Fjölnir vann opnunarleikinn gegn Grindvíkingum

Lengjudeildin: Fjölnir vann opnunarleikinn gegn Grindvíkingum
Hide picture