fbpx
Sunnudagur 26.maí 2024
433Sport

Bað um skilnað af ótrúlegri ástæðu: Hjónabandið var fullkomið – ,,Hann kom svo vel fram við mig“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 14. apríl 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru flestir lesendur hér sem kannast við Brasilíumanninn Kaka sem gerði garðinn frægan með liðum á borð við AC Milan og Real Madrid.

Kaka átti eitt sinn eiginkonu að nafni Caroline Celico en þau voru gift í heil tíu ár áður en þau tóku ákvörðun um að skilja.

Saman eignaðist parið tvö börn en það var ákvörðun Celico að skilja við Kaka, þó hann hafi í raun ekki gert neitt af sér – fyrir utan það að vera frábær eiginmaður.

Frásögn Celico er í raun ótrúleg en þau skildu árið 2015 en samband fyrrum hjónanna er ágætt í dag og hafa þau bæði fundið ástina annars staðar.

,,Kaka sveik mig aldrei, hann kom svo vel fram við mig og við eignuðumst fallega fjölskyldu en ég var ekki ánægð, það vantaði upp á eitthvað,“ sagði Celico.

Það var næsta setning konunnar sem vakti hvað mesta athygli en hún vill meina að Kaka hafi einfaldlega verið ‘of fullkominn’ og því gekk hjónabandið ekki upp.

,,Vandamálið í stóra samhenginu var einfaldlega að hann var of fullkominn fyrir mig og þetta samband.“

Kaka er í dag trúlofaður Carolina Dias en þau byrjuðu samband sitt árið 2017 og eiga saman eina dóttur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

England: Southampton aftur í ensku úrvalsdeildina

England: Southampton aftur í ensku úrvalsdeildina
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Allt varð vitlaust eftir að Freyr og hans menn héldu sér uppi – Magnaður árangur

Sjáðu myndbandið: Allt varð vitlaust eftir að Freyr og hans menn héldu sér uppi – Magnaður árangur
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hojlund ekki nálægt því að vera í sama gæðaflokki

Hojlund ekki nálægt því að vera í sama gæðaflokki
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ætla að bjóða honum nýjan langtímasamning í Manchester

Ætla að bjóða honum nýjan langtímasamning í Manchester
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fyrstu táningarnir til að skora í úrslitaleik síðan Ronaldo árið 2004

Fyrstu táningarnir til að skora í úrslitaleik síðan Ronaldo árið 2004
433Sport
Í gær

Mainoo svaraði færslu á X: Gerðu grín að Manchester United – ‘OK’

Mainoo svaraði færslu á X: Gerðu grín að Manchester United – ‘OK’