fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
433Sport

Óvænt fengið lítið að spila og hann útskýrir af hverju – ,,Höfum útbúið myndband“

Victor Pálsson
Laugardaginn 13. apríl 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur komið þónokkrum á óvart hversu lítið brasilíski landsliðsmaðurinn Vitor Roque hefur fengið að spila með Barcelona í vetur.

Um er að ræða 19 ára gamlan strák sem Barcelona keypti fyrir um 35 milljónir evra frá Athletico Paranaense í Brasilíu.

Roque hefur verið lítið notaður í vetur og er samtals með 11 leiki í öllum keppnum og hefur í þeim skorað tvö mörk.

Xavi, stjóri Barcelona, segir að Roque sé enn að læra hugmyndafræði spænska félagsins og að hann sé í raun ekki tilbúinn að byrja alla leiki liðsins.

,,Þetta er leikmaður sem gefur okkur mikið þó hann taki ekki beinan þátt. Gegn Cadiz þá fær hann mínútur því hann á þær skilið og við höfum trú á honum,“ sagði Xavi.

,,Við reynum að fá hann til að átta sig á okkar leikstíl og hugmyndum. Það eru sumir eiginleikar sem hann þarf að læra og það er það sem við erum að vinna í.“

,,Við höfum útbúið myndband sem mun hjálpa honum í að skilja hlutina betur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu hvað leikmaður Liverpool sagði þegar hann hélt að slökkt væri á hljóðnemanum – Myndband

Sjáðu hvað leikmaður Liverpool sagði þegar hann hélt að slökkt væri á hljóðnemanum – Myndband
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ný treyja Manchester United slær algjörlega í gegn – Mynd

Ný treyja Manchester United slær algjörlega í gegn – Mynd
433Sport
Í gær

Bálreiður eftir að óboðnir gestir brutust inn og rændu verðmætum: Hegðunin óboðleg – ,,Þeir köstuðu blysum í átt að okkur“

Bálreiður eftir að óboðnir gestir brutust inn og rændu verðmætum: Hegðunin óboðleg – ,,Þeir köstuðu blysum í átt að okkur“
433Sport
Í gær

Sambandsdeildin: Tvö íslensk lið töpuðu heima – Emil með tvennu

Sambandsdeildin: Tvö íslensk lið töpuðu heima – Emil með tvennu
433Sport
Í gær

Íhugar að snúa aftur í landsliðið eftir fréttir sumarsins

Íhugar að snúa aftur í landsliðið eftir fréttir sumarsins
433Sport
Í gær

Keyptur í aðallið Barcelona eftir að hafa slegið í gegn með B-liðinu

Keyptur í aðallið Barcelona eftir að hafa slegið í gegn með B-liðinu