fbpx
Sunnudagur 26.maí 2024
433Sport

Evrópudeildin: Hörmulegt tap Liverpool á heimavelli – Leverkusen skoraði tvö seint gegn West Ham

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 11. apríl 2024 20:58

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool tapaði afar óvænt illa gegn Atalanta á heimavelli í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Markalaust var þar til á 38. mínútu í kvöld en þá kom Gianluca Scamacca, fyrrum leikmaður West Ham, ítalska liðinu yfir. Staðan í hálfleik 0-1.

Liverpool tókst ekki að rétta úr kútnum í seinni hálfleik. Þvert á móti skoraði Scamacca á ný á 60. mínútu.

Mohamed Salah hélt svo að hann hefði minnkað muninn fyrir Liverpool en mark hans var dæmt af vegna rangstöðu. Þess í stað skoraði Mario Pasalic þriðja mark Atalanta á 83. mínútu. Lokatölur 0-3 og Liverpool á verk að vinna í seinni leiknum.

Þrír aðrir leikir fóru fram á sama stigi keppninnar í kvöld. Topplið Þýskalands, Bayer Leverkusen, vann til að mynda 2-0 sigur á West Ham. Fyrsta markið kom ekki fyrr en á 83. mínútu þegar Jonas Hofman skoraði. Í uppbótartíma kom Victor Boniface Leverkusen svo í 2-0 og þar við sat.

Roma vann þá ansi sterkan útisigur á AC Milan, 0-1, með marki Gianluca Mancini á 17. mínútu.

Loks vann Benfica 2-1 sigur á Marseille. Rafa Silva og Angel Di Maria skoruðu mark fyrrnefnda liðsins og Pierre-Emerick Aubameyang mark þess síðarnefnda. Allt opið fyrir seinni leikinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segir að félagið komi illa fram við goðsagnir – ,,Þetta eru slæmir tímar“

Segir að félagið komi illa fram við goðsagnir – ,,Þetta eru slæmir tímar“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lengjudeildin: Grótta vann svakalegan sjö marka leik gegn Leikni – Þremur leikjum lauk með sömu markatölu

Lengjudeildin: Grótta vann svakalegan sjö marka leik gegn Leikni – Þremur leikjum lauk með sömu markatölu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu skelfileg mistök í vörn Manchester City – United leiðir í úrslitaleiknum

Sjáðu skelfileg mistök í vörn Manchester City – United leiðir í úrslitaleiknum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Staðfesta komu Rooney

Staðfesta komu Rooney
433Sport
Í gær

Segir að þetta sé eini möguleiki United gegn City í dag

Segir að þetta sé eini möguleiki United gegn City í dag
433Sport
Í gær

Neville sendir pillu á söngvarann heimsfræga – ,,Ekki tala um Manchester, þú býrð í London“

Neville sendir pillu á söngvarann heimsfræga – ,,Ekki tala um Manchester, þú býrð í London“
433Sport
Í gær

Albert virkur á Instagram eftir leik í kvöld – Sjáðu myndir og myndbönd sem hann birti

Albert virkur á Instagram eftir leik í kvöld – Sjáðu myndir og myndbönd sem hann birti
433Sport
Í gær

Hansi Flick vill sækja stórt nafn til Barcelona

Hansi Flick vill sækja stórt nafn til Barcelona