fbpx
Föstudagur 26.júlí 2024
433Sport

Segir frá ansi áhugaverðri kjaftasögu sem hann hefur heyrt um framtíð Arons Einars

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 5. mars 2024 07:13

Aron Einar Gunnarsson / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti mikla athygli á dögunum þegar Birkir Heimisson gekk í raðir Þórs frá Val. Ef marka má kjaftasögur eru Akureyringar ekki hættir á leikmannamarkaðnum.

Í nýjasta þætti Þungavigtarinnar sagði sparskepingurinn Mikael Nikulásson frá orðrómum sem hann hafði heyrt um að landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson og Atli Sigurjónsson, leikmaður KR, væru á leið í Þór.

Báðir eru uppaldir hjá Þór en Aron Einar hefur ekki spilað með félagsliði sínu, Al-Arabi í Katar í hart nær tíu mánuði.

„Ég hef heyrt það að Aron Einar sé að koma í Þór og Atli Sigurjónsson líka. Ég er ekki að heyra þetta frá Sigga Höskulds (þjálfara Þórs). Ég bara heyrði þetta,“ sagði Mikael í Þungavigtinni.

Aron Einar á yfir 103 A-landsleiki að baki fyrir Íslands hönd en óvissa er með þátttöku hans í mikilvægum umspilsleik gegn Ísrael síðar í þessum mánuði sökum meiðsla og lítils spiltíma undanfarið.

Age Hareide landsiðsþjálfari mun opinbera hóp sinn fyrir leikinn, sem fram fer í Ungverjalandi, þann 15. mars, sex dögum fyrir leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Theodór Elmar meiddist á æfingu og bíður þess að komast í myndatöku – „Þá klárar maður bara ferilinn ári fyrr en planið var“

Theodór Elmar meiddist á æfingu og bíður þess að komast í myndatöku – „Þá klárar maður bara ferilinn ári fyrr en planið var“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Kristján Óli lét gamminn geisa en fékk svar frá formanninum – „Þetta gæti orðið ófyrirgefanlegt“

Kristján Óli lét gamminn geisa en fékk svar frá formanninum – „Þetta gæti orðið ófyrirgefanlegt“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bálreiður eftir að óboðnir gestir brutust inn og rændu verðmætum: Hegðunin óboðleg – ,,Þeir köstuðu blysum í átt að okkur“

Bálreiður eftir að óboðnir gestir brutust inn og rændu verðmætum: Hegðunin óboðleg – ,,Þeir köstuðu blysum í átt að okkur“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sambandsdeildin: Tvö íslensk lið töpuðu heima – Emil með tvennu

Sambandsdeildin: Tvö íslensk lið töpuðu heima – Emil með tvennu
433Sport
Í gær

Ítalirnir setja sig í samband við Chelsea

Ítalirnir setja sig í samband við Chelsea
433Sport
Í gær

Settu tilraunir sínar á ís vegna dómsmáls Alberts

Settu tilraunir sínar á ís vegna dómsmáls Alberts