fbpx
Föstudagur 12.apríl 2024
433Sport

Arsenal kjöldró Sheffield United og heldur pressu á Liverpool og City

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 4. mars 2024 22:02

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal kjöldróg Sheffield United á útivelli í lokaleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Það sást fljótt í hvað stefndi á Bramall Lane í kvöld. Martin Ödegaard kom Arsenal yfir á 5. mínútu og átta mínútum síðar setti Jayden Bogle fyrirgjöf Bukayo Saka í eigið net. Arsenal lék á als oddi og á 15. mínútu skoraði Gabriel Martinelli þriðja mark Arsenal.

Kai Havertz kom Arsenal í 4-0 á 25. mínútu leiksins og átti Declan Rice þá eftir að skora fimmta mark gestanna fyrir hlé.

Arsenal lét eitt mark duga í seinni hálfleiknum en það gerði Ben White á 58. mínútu. Lokatölur 0-6.

Arsenal er áfram í þriðja sæti deildarinnar, stigi á eftir Manchester City og tveimur á eftir Liverpool.

Sheffield United er hins vegar á botninum, svo gott sem fallið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Vítaspyrnur sem Saka reynir að krækja í teknar saman – Er þetta æft atriði?

Vítaspyrnur sem Saka reynir að krækja í teknar saman – Er þetta æft atriði?
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Greindist með krabbameinn í þriðja sinn en nú er það fjórða stigs – „Það er erfitt að anda, það er erfitt að sofa“

Greindist með krabbameinn í þriðja sinn en nú er það fjórða stigs – „Það er erfitt að anda, það er erfitt að sofa“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ratcliffe fundaði með Staveley og vonast til að flækjan leysist

Ratcliffe fundaði með Staveley og vonast til að flækjan leysist
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Vonast til að nýta sér neyð Chelsea og klára kaupin snemma

Vonast til að nýta sér neyð Chelsea og klára kaupin snemma
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Grótta staðfestir komu Tómasar frá Blikum

Grótta staðfestir komu Tómasar frá Blikum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arsenal mun setja af stað rannsókn

Arsenal mun setja af stað rannsókn