fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
433Sport

Hausverkur Hareide: Hugsanlegar vendingar í byrjunarliðinu – „Gerði ekki nægilega mikið til að réttlæta það“

433
Sunnudaginn 24. mars 2024 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í hlaðvarpsútgáfu af Íþróttavikunni var því velt upp hvern Age Hareide landsliðsþjálfari myndi hafa sem fremsta mann í leiknum sem framundan er gegn Úkraínu.

Ísland mætir Úkraínu á þriðjudag í hreinum úrslitaleik um sæti á EM næsta sumar. Orri Steinn Óskarsson byrjaði sem fremsti maður í undanúrslitunum gegn Ísrael en tókst ekki að setja mark sitt á leikinn. Andri Lucas Guðjohnsen kom inn af bekknum.

„Ég held að Orri hafi því miður ekki gert nægilega mikið til að réttlæta það að hann byrji næsta leik. Hann er geggjaður hvað karakterinn og þess háttar varðar en það verður að koma aðeins meira út úr honum en í þessum leik. Hann var ekki mikil ógn,“ sagði Helgi Fannar Sigurðsson.

„Leikstíllinn hans og hans fótbolti, er hann þessi proper nía? Við erum með Albert í að droppa niður og sjá sendingar. Með FCK finnst manni það vera hans styrkleiki,“ sagði Hörður Snævar Jónsson.

„Hann er ungur að árum og getur örugglega bætt þetta en þetta er örugglega eitthvað sem Hareide pælir í. Andri Lucas kemur inn eftir klukkutíma í gær og Alfreð Finnbogason er ónotaður varamaður. Þessir tveir eru væntanlega mennirnir sem Hareide er að pæla í.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þrjú stórlið vilja kaupa óvænta hetju Real Madrid

Þrjú stórlið vilja kaupa óvænta hetju Real Madrid
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Heitar umræður um subbulegt brot Grétars – „Það er lukka fyrir Adam Ægi að standa ekki í báðar lappirnar“

Heitar umræður um subbulegt brot Grétars – „Það er lukka fyrir Adam Ægi að standa ekki í báðar lappirnar“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum
433Sport
Í gær

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið
433Sport
Í gær

Stjarna United frumsýndi nýja kærustu – Vann áður á McDonald’s

Stjarna United frumsýndi nýja kærustu – Vann áður á McDonald’s