fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
433Sport

Age Hareide í bútasaum – „Mér finnst sérstakt ef Aron og Gylfi spila“

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 2. mars 2024 08:30

DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttavikan er á sínum stað þennan föstudaginn líkt og alltaf. Hörður Magnússon og Edda Sif Pálsdóttir fara yfir allt það helsta.

Hörður er einn dáðasti íþróttalýsandi landsins og Edda Sif er ein af stjörnum RÚV þegar kemur að umfjöllun um íþróttir.

Rætt var um karlalandsliðið sem síðar í mars fer í verkefni um að komast inn á Evrópumótið.

„Þetta er 50/50 á móti Ísrael, þeir eru í skrýtinni stöðu. Þeir standa í stríði, við virðumst lenda á móti liðum sem eru í stríðum. Ef við vinnum þá er það líklega Úkraína,“ segir Hörður um málið

„Það eru teikn á lofti, lykilmenn ekki mikið að spila. Hákon Arnar byrjaði reyndar og skoraði síðustu helgi, sem er jákvætt. Orri Steinn er í kuldanum hjá FCK sem kemur mikið á óvart.“

Edda Sif segir mörgum spurningum ósvarað. „Þetta eru mörg spurningarmerki og smá bútasaumur.“

Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson eru stór spurningarmerki fyrir verkefnin. „Hann hefur talað þannig að hann vilji hafa þá, not matter what. Þetta er orðnir tíu mánuðir hjá Aroni án leiks með félagsliði.“

Hörður segir það vera sérstakt ef þeir verði í hópnum, „Mér finnst sérstakt ef Aron og Gylfi spila, ef við getum fengið 30 mínútur út úr Gylfa. Aukaspyrna til að koma okkur á EM, þá væri það kannski gott.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Logi lýsir yfir áhyggjum – „Hvernig getum við réttlætt það?“

Logi lýsir yfir áhyggjum – „Hvernig getum við réttlætt það?“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Segir að Víkingur spili heimaleik sinn í Finnlandi

Segir að Víkingur spili heimaleik sinn í Finnlandi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Neymar segir að þarna hafi hegðun Mbappe breyst – „Varð smá öfundsjúkur“

Neymar segir að þarna hafi hegðun Mbappe breyst – „Varð smá öfundsjúkur“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Allegri að landa starfi í Sádí

Allegri að landa starfi í Sádí
Sport
Í gær

Snorri Steinn eftir fyrsta leik Íslands – „Það er eitt og annað sem verður til þess“

Snorri Steinn eftir fyrsta leik Íslands – „Það er eitt og annað sem verður til þess“
Sport
Í gær

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Í hvaða Mikka Mús riðli erum við eiginlega?“

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Í hvaða Mikka Mús riðli erum við eiginlega?“
433Sport
Í gær

Jón Daði fann sér nýtt lið

Jón Daði fann sér nýtt lið
433Sport
Í gær

Davíð Snorri mun starfa með Arnari – Aðeins ein breyting gerð á teyminu

Davíð Snorri mun starfa með Arnari – Aðeins ein breyting gerð á teyminu