fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Kolbrjáluð fyrrverandi af því að hann borgar ekki leiguna – Selur merkilegustu hlutina úr lífi hans

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 1. mars 2024 08:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Exequiel Palacios landsliðsmaður Argentínu og leikmaður Bayer Leverkusen í Þýskalandi er líklega ekkert sérstaklega glaður þessa dagana.

Ástæða þess er að fyrrverandi kærasta hans er brjáluð þessa dagana, hann hefur neitað að borga leiguna fyrir hana þar sem hún býr.

Yesica Frias og og Palacios eru hætt saman en hún býr heima í Argentínu og vill að hann borgi leiguna.

Palacios neitar því og því hefur Frias farið í það að selja merkilegustu hlutina úr lífi Palacios.

Þannig seldi hún treyjuna sem Palacios notaði í úrslitaleik HM í Katar árið 2022, þar varð Argentína sigurvegari mótsins.

Palacios spilaði þrjá leiki í mótinu og hjálpaði þjóð sinni að upplifa drauminn. Frias er einnig með verðlaunapening Palacios og hótar á Instagram að selja hann líka.

Hún segist ekki hafa efni á leigunni á húsnæðinu og ætlar því að fjármagna hana í einhvern tíma með því að selja merkilega hluti úr lífi Palacios.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Albert sýknaður í landsrétti

Albert sýknaður í landsrétti
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi