fbpx
Föstudagur 12.apríl 2024
433Sport

Harmsaga í hjónabandi sem lifir enn: Svaf hjá vinkonu hennar – Hún er sökuð um að hafa keyrt á hann viljandi

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 1. mars 2024 13:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnumaðurinn Jese Rodriguez hefur átt afar skrautlegan feril bæði innan og utan vallar. Twitter-aðgangurinnn The Upshot rifjar upp nokkra markverða atburði í lífi hans.

Jese er þrítugur og án félags í dag. Sem unglingur fór hann til Real Madrid og þótti eitt sinn mesta efni í herbúðum félagins. Það kom þó ekki á daginn.

Sóknarmaðurinn var 21 árs gamall þegar það kviknaði í íbúð hans í Madríd vegna gasleka. Slökkviliðsmenn björguðu honum út en hann missti af restinni á tímabilinu með Real Madrid.

Jese djammaði mikið á tíma sínum hjá Real Madrid, þaðan sem hann fór til Paris Saint-Germain árið 2016. Á sama tíma spilaði kappinn lítið.

Eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn, Jese yngri, komst hann að því að hann ætti annað í gegnum Instagram. Fyrrverandi kærasta hans setti mynd af öðrum syni hans á Instagram með myllumerkinu #SonurOkkarErHér.

Áður en hann fór frá Real Madrid átti Jese eftir að reyna fyrir sér í poppsenunni og kom fyrir í tónlistarmyndböndum. Nafn hans þar var Jey M.

Í kjölfarið fór hann í samband með spænsku raunveruleikastjörnunni Aurah Ruiz. Stormasamt samband tók svo við.

Sem fyrr segir fór Jese til PSG 2016. Aurah fór með honum. Hann var grunaður um framhjáhald stuttu síðar en þau eignuðust svo saman son.

Hjá PSG gengu hlutirnir ekki upp og var Jese lánaður til Las Palmas og síðar Stoke á Englandi. Aurah nennti alls ekki með honum til Stoke og hættu þau saman. Síðar dró hún hann í réttarsal fyrir að vanrækja skildur sínar sem faðir.

Á meðan málið var í ferli tók Aurah þátt í raunveruleikaþáttunum Celebrity Big Brother. Lögmenn hennar voru allt annað en sáttir með það, enda mál hennar gegn Jese í fullum gangi.

Jese og Aurah

Hún var kosin úr þáttunum eftir 71 dag og þar spilaði Jese rullu. Hann borgaði 5 þúsund pund í sms-skilaboð til að kjósa hana úr þáttunum.

Skömmu síðar lögsótti Jese hana fyrir áreiti og sótti eftir því að hún fengi þriggja til fimm ára fangelsisdóm. Hann vann málið fyrir rétti og var Aurah dæmd til að sinna samfélagsþjónustu í níu daga.

Öllum að óvörum gengu Jese og Aurah hins vegar saman úr réttarsal, héldust í hendur og kysstust. Tóku þau saman á ný.

Skömmu síðar kom Aurah hins vegar að Jese með vinkonu sinni í sófanum heima hjá þeim. Hún trylltist og réðst á þau með stöng sem notuð var til að þrífa sundlaugina.

Aurah hélt í raunveruleikaþátt þar sem hún opnaði sig. Jese hringdi inn í þáttinn og var símtalið spilað fyrir framan milljónir manna.

Jese sagði meðal annars að hann áttaði sig á því að Aurah væri ekki hamingjusöm.

PSG ákvað svo að reka Jese vegna þess skaða sem vesenið á honum utan vallar var að valda félaginu.

Jese flutti til Kanarí-eyja og skrifaði undir hjá Las Palmas. Dramatísku lífi hans utan vallar var hins vegar ekki lokið. Fréttir bárust af því að ekið hafi verið á hann og ökumaðurinn keyrt í burtu.

Aurah var talin passa við lýsingu vitna á ökumanninum en bæði hún og Jese neituðu því að um hana hafi verið að ræða.

Eftir allt ruglið í sambandi Jese og Aurah trúlofuðu þau sig árið 2022 og giftu sig síðar, öllum að óvörum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Xavi skoðar það að hætta við að hætta – Gerir tvær kröfur á forráðamenn Barcelona

Xavi skoðar það að hætta við að hætta – Gerir tvær kröfur á forráðamenn Barcelona
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Klopp var brjálaður þegar þessi tók skot í gær

Sjáðu myndbandið – Klopp var brjálaður þegar þessi tók skot í gær
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ellefu leikmenn sem Chelsea mun reyna að losna við í sumar

Ellefu leikmenn sem Chelsea mun reyna að losna við í sumar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Stútaði rándýra bílnum sínum rétt áður en hann mætti Hákoni í gær

Stútaði rándýra bílnum sínum rétt áður en hann mætti Hákoni í gær
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Íslendingar fóru mikinn eftir hörmungar gærdagsins – „Hrunið er hafið“

Íslendingar fóru mikinn eftir hörmungar gærdagsins – „Hrunið er hafið“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

City vill Musiala en til þess þarf þetta að gerast

City vill Musiala en til þess þarf þetta að gerast
433Sport
Í gær

Evrópudeildin: Hörmulegt tap Liverpool á heimavelli – Leverkusen skoraði tvö seint gegn West Ham

Evrópudeildin: Hörmulegt tap Liverpool á heimavelli – Leverkusen skoraði tvö seint gegn West Ham
433Sport
Í gær

Mikael fastur á þessu eftir að hafa setið yfir sjónvarpinu í vikunni – „Ég kalla þetta bara drasl sem er búið að bjóða okkur upp á“

Mikael fastur á þessu eftir að hafa setið yfir sjónvarpinu í vikunni – „Ég kalla þetta bara drasl sem er búið að bjóða okkur upp á“