fbpx
Föstudagur 26.júlí 2024
433Sport

Gríðarlegur viðsnúningur í rekstrinum á Hlíðarenda – Laun lækkuðu og hagnaðurinn var mikill

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 1. mars 2024 21:00

Formaður knattspyrnudeildar Vals, Börkur Edvardsson. © 365 ehf / Sigtryggur Ari Jóhannsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt ársreikningi Vals var 31,5 milljóna króna hagnaður á rekstri deildarinnar á síðasta ári. Þetta kemur fram í birtum ársreikningi deildarinnar.

Eignir knattspyrnudeildar Vals eru tæpar 130 milljónir króna en bókfært eigið fé í árslok 2023 eru rúmar 110 milljónir.

Rekstrartekjur Vals jukust um 120 milljónir á milli ári og voru 439 milljónir árið 2023.

Meira:
Sjáðu mikið tap á rekstri HK

Þar munar mest um styrki og auglýsingar sem jukust um 100 milljónir á milli ára og voru 314 milljónir á síðasta ári.

Laun og launatengd gjöld lækkuðu á milli ári og voru 303 milljónir á síðasta ári en voru þremur milljónum meira árið 2022.

67 milljóna króna tap var á rekstri knattspyrnudeildar Vals tímabilið á undan og því er viðsnúningurinn mikill eða rúmar 100 milljónir.

Verðgildi leikmanna Vals voru um 39 milljónir og hækka um rúmar sex milljónir á milla ára.

Valur borgaði umboðsmönnum 3,1 milljón á liðnu ári. Ársreikninginn má lesa í heild hérna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Íhugar að snúa aftur í landsliðið eftir fréttir sumarsins

Íhugar að snúa aftur í landsliðið eftir fréttir sumarsins
433Sport
Í gær

Keyptur í aðallið Barcelona eftir að hafa slegið í gegn með B-liðinu

Keyptur í aðallið Barcelona eftir að hafa slegið í gegn með B-liðinu
433Sport
Í gær

Opinbera stórfurðulega ástæðu þess að Ederson vill fara frá City

Opinbera stórfurðulega ástæðu þess að Ederson vill fara frá City
433Sport
Í gær

Ferðaðist hátt í 10 þúsund kílómetra til Íslands og ástæðan er ótrúleg – „Þetta var draumur að rætast“

Ferðaðist hátt í 10 þúsund kílómetra til Íslands og ástæðan er ótrúleg – „Þetta var draumur að rætast“