fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
433Sport

Þrátt fyrir fjölda umsókna ákvað KSÍ að lengja frestinn til að sækja um stöðu framkvæmdarstjóra

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 29. febrúar 2024 13:00

Mynd/KSÍ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fundi stjórnar KSÍ í gær, miðvikudag, var rætt um stöðu framkvæmdastjóra KSÍ og umsóknir um starfið. Stjórnin samþykkti að framlengja umsóknarfrest um eina viku, þ.e. til og með 6. mars næstkomandi til að gefa svigrúm til að undirbúa ráðningarferlið sem best og skipaði stjórnin jafnframt ráðningarnefnd undir forystu formanns KSÍ til að meta allar umsóknir með hliðsjón af skorkorti.

433.is fékk það staðfest í gær að nokkur fjöldi hafði sótt um starfið þegar fresturinn rann út í fyrradag, vekur þetta því nokkra athygli.

Ráðningarnefnd mun síðan hafa umsjón með viðtölum við umsækjendur og að lokum gera tillögu um ráðningu til stjórnar.

Þá samþykkti stjórn að Jörundur Áki Sveinsson sviðsstjóri knattspyrnusviðs taki tímabundið við stöðu framkvæmdastjóra og gegni því starfi með sérstöku stjórnendateymi sér við hlið – þeim Birki Sveinssyni mótastjóra, Bryndísi Einarsdóttur fjármálastjóra og Ómari Smárasyni samskiptastjóra. Klara Bjartmarz, fráfarandi framkvæmdastjóri KSÍ, verður stjórnendateyminu til ráðgjafar eins og þurfa þykir og við verður komið.

Starf framkvæmdastjóra KSÍ laust til umsóknar

Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra til starfa á skrifstofu sambandsins. Opið er fyrir umsóknir til og með miðvikudagsins 6. mars.

Framkvæmdastjóri KSÍ annast daglegan rekstur sambandsins, undirbúning verkefna og áætlanagerð og er yfirmaður starfsmanna sem ráðnir eru til KSÍ. Framkvæmdastjórinn framfylgir stefnu stjórnar KSÍ, skal uppfylla sömu hæfisskilyrði og stjórnarmenn, og skal haga störfum sínum í samræmi við ákvæði laga og reglugerða er varða starfsemi knattspyrnusambandsins.

Menntun – Hæfi – Reynsla

Þekking á íslenskri knattspyrnu.
Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð, geta til að vinna undir álagi.
Leiðtogahæfileikar, reynsla af rekstri og stjórnun (mannaforráð) og hæfni í mannlegum samskiptum.
Góð tölvukunnátta og þekking á helsta hugbúnaði.
Góð tungumálakunnátta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sjáðu hvað leikmaður Liverpool sagði þegar hann hélt að slökkt væri á hljóðnemanum – Myndband

Sjáðu hvað leikmaður Liverpool sagði þegar hann hélt að slökkt væri á hljóðnemanum – Myndband
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ný treyja Manchester United slær algjörlega í gegn – Mynd

Ný treyja Manchester United slær algjörlega í gegn – Mynd
433Sport
Í gær

Bálreiður eftir að óboðnir gestir brutust inn og rændu verðmætum: Hegðunin óboðleg – ,,Þeir köstuðu blysum í átt að okkur“

Bálreiður eftir að óboðnir gestir brutust inn og rændu verðmætum: Hegðunin óboðleg – ,,Þeir köstuðu blysum í átt að okkur“
433Sport
Í gær

Sambandsdeildin: Tvö íslensk lið töpuðu heima – Emil með tvennu

Sambandsdeildin: Tvö íslensk lið töpuðu heima – Emil með tvennu
433Sport
Í gær

Íhugar að snúa aftur í landsliðið eftir fréttir sumarsins

Íhugar að snúa aftur í landsliðið eftir fréttir sumarsins
433Sport
Í gær

Keyptur í aðallið Barcelona eftir að hafa slegið í gegn með B-liðinu

Keyptur í aðallið Barcelona eftir að hafa slegið í gegn með B-liðinu