fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
433Sport

Vandar Guðna ekki kveðjurnar – „Við fengum þvert nei á það“

433
Laugardaginn 24. febrúar 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andri Geir Gunnarsson og Vilhjálmur Freyr Hallsson, þáttastjórnendur hlaðvarpsis vinsæla Steve Dagskrá, voru gestir Íþróttavikunnar sem kemur út alla föstudaga. Helgi Fannar Sigurðsson stýrði þættinum.

video
play-sharp-fill

Ársþing KSÍ er í dag og verður nýr formaður sambandsins kjörinn. Guðni Bergsson, fyrrum formaður, Þorvaldur Örlygsson og Vignir Már Þormóðsson eru í framboði en svo virðist sem Guðni og Vignir séu sigurstranglegri.

„Ég hef smá áhyggjur af Todda (Þorvaldi). Hann er með minna fylgi en ég hélt. Ég hélt að hann væri alvöru gæi í þetta, hann er góð týpa,“ sagði Vilhjálmur í þættinum.

Hann sló svo á létta strengi og rifjaði upp þegar hann þurfti að glíma við KSÍ í stjórnartíð Guðna.

„Við (Steve Dagskrá) þurftum að skrá okkur sem fjölmiðil, sem kom ekki til af góðu. Ég ákvað að nýta það allavega til að fá fjölmiðlapassa en við fengum þvert nei á það. Þetta var í tíð Guðna og þess vegna væri ég alveg til í að sjá einhvern annan.

Ég myndi treysta Vigni til að skipta um dekk eða ráðleggja mér við barnauppeldi. Ég vil fá einhvern með autt blað þarna inn,“ sagði Vilhjálmur léttur í bragði.

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu hvað leikmaður Liverpool sagði þegar hann hélt að slökkt væri á hljóðnemanum – Myndband

Sjáðu hvað leikmaður Liverpool sagði þegar hann hélt að slökkt væri á hljóðnemanum – Myndband
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ný treyja Manchester United slær algjörlega í gegn – Mynd

Ný treyja Manchester United slær algjörlega í gegn – Mynd
433Sport
Í gær

Bálreiður eftir að óboðnir gestir brutust inn og rændu verðmætum: Hegðunin óboðleg – ,,Þeir köstuðu blysum í átt að okkur“

Bálreiður eftir að óboðnir gestir brutust inn og rændu verðmætum: Hegðunin óboðleg – ,,Þeir köstuðu blysum í átt að okkur“
433Sport
Í gær

Sambandsdeildin: Tvö íslensk lið töpuðu heima – Emil með tvennu

Sambandsdeildin: Tvö íslensk lið töpuðu heima – Emil með tvennu
433Sport
Í gær

Íhugar að snúa aftur í landsliðið eftir fréttir sumarsins

Íhugar að snúa aftur í landsliðið eftir fréttir sumarsins
433Sport
Í gær

Keyptur í aðallið Barcelona eftir að hafa slegið í gegn með B-liðinu

Keyptur í aðallið Barcelona eftir að hafa slegið í gegn með B-liðinu
Hide picture