fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
433Sport

Orðið á götunni: Reksturinn í molum og Vanda hefði varla átt nokkurn möguleika á endurkjöri

433
Miðvikudaginn 21. febrúar 2024 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, hafi lesið hárrétt í salinn með að bjóða sig ekki aftur fram til formanns KSÍ. Því líklega hefði þessi vandaði einstaklingur ekki átt neinn möguleika á endurkjöri.

Knattspyrnuhreyfingin og aðildarfélögin nötra nánast eftir að hafa farið yfir ársreikning sambandsins, sambandið hefur hagað sér eins og drukkinn sjómaður undanfarin ár og eytt um efni fram. 126 milljóna króna tap á rekstri sambandsins á síðasta ári fer ekki vel í aðildarfélögin.

Í tíð Vöndu virðist reksturinn fengið að leika lausum hala, álög á félögin hafa hækkað en á sama tíma er rekstur sambandsins á slæmum stað. Næsti formaður þarf að mæta inn í Laugardalinn og brúka niðurskurðarhnífinn.

Líkur eru á að Vanda hafi látið reynsluslausa stjórn sambandsins ráða of miklu en þar er lítið af fólki sem hefur reynslu af því að stýra sambandinu, hún fékk því ekki bestu spilin til að spila með í sinni tíð.

Launakostnaður við skrifstofu sambandsins hefur rokið upp úr öllu valdi undanfarin ár og er mörgum í hreyfingunni brugðið. Launin hækkuðu um 52 milljónir á milli ára, þrátt fyrir að stöðugildum hafi aðeins fjölgað um þrjú. Gert er ráð fyrir því að launin hækki um 30 milljónir á þessu ári. Þessi aukni kostnaður við skrifstofuna verður hitamál á komandi ársþingi KSÍ.

Vignir Már Þormóðsson og Þorvaldur Örlygsson sem báðir sækjast eftir starfi Vöndu hafa báðir boðað það að taka reksturinn í gegn og sjá hvar má spara. Guðni Bergsson hefur minna viljað ræða það að sambandið þurfi að fara í tiltekt en ársreikningurinn ber þess þó merki.

Fjölgun starfsmanna með yngri landsliðum, fjölgun starfsfólks á skrifstofu, ferðakostnaður hefur aukist hratt og fleira í þeim dúr hefur átt sér stað síðustu ár. Fitan til að skera niður er svo sannarlega til staðar.

Félögin fá svo orðið minna í sinn snúð, búið er að taka tekjur af bikarkeppnum sem áður voru greiddar út og hækka þáttökugjöld. Liðum út á landi blæði og stóru liðin eru líka farin að kvarta.

Stjórnin og Vanda hafa tekið margar ákvarðanir sem hafa verið dýrar, ein af þeim var að reka Arnar Þór Viðarsson til að ráða Age Hareide. Miklu dýrari þjálfari ráðinn til starfa og tveir á launum á samatþima, niðurstaðan er sú að landsliðið er engu betra en það var áður.

Stjórnin og Vanda sögðu að ákvörðunin væri til þess eins að komast á Evrópumótið, það væri krafan og metnaðurinn með ráðningu Hareide. Erfitt er að sjá íslenska liðið komast inn á Evrópumótið og það mál hefði reynst Vöndu þungt inn í ársþingið. Peningar sambandsins er jú ekkert annað en peningar sem öll knattspyrnuhreyfingin hefur eitthvað að segja um.

Vanda er að ljúka tæplega tveggja og hálfs ár starfi, hún byrjaði vel og tókst að lægja öldurnar í sambandinu sem höfðu orðið til í tíð Guðna Bergssonar og hans stjórnar.

Í hennar tíð fór hins vegar að halla undan fæti seint á árinu 2022, Vanda og stjórnin kysstu þá umdeildan vönd þegar sambandið tók við fjármunum frá Sádí Arabíu og spiluðu landsleik við þjóðina. Var þetta kallaður íþróttahvítþvottur og reyndist Vöndu erfitt, svo erfitt að hún brast í grát þegar hún ræddi málið við RÚV í Katar. Hún hafði ekki veitt viðtöl um erfið mál en mætti á Heimsmeistaramótið sem fram fór á umdeildum stað og ræddi það við Ríkissjónvarpið.

Undir það síðasta hefur svo lítið sem ekkert farið fyrir formanninum, hún fór í stutt veikindaleyfi en hefur síðan þá verið í felum. Tíð hennar var góð til að byrja en svo fóru hlutirnir því miður hratt versnandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu hvað leikmaður Liverpool sagði þegar hann hélt að slökkt væri á hljóðnemanum – Myndband

Sjáðu hvað leikmaður Liverpool sagði þegar hann hélt að slökkt væri á hljóðnemanum – Myndband
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ný treyja Manchester United slær algjörlega í gegn – Mynd

Ný treyja Manchester United slær algjörlega í gegn – Mynd
433Sport
Í gær

Bálreiður eftir að óboðnir gestir brutust inn og rændu verðmætum: Hegðunin óboðleg – ,,Þeir köstuðu blysum í átt að okkur“

Bálreiður eftir að óboðnir gestir brutust inn og rændu verðmætum: Hegðunin óboðleg – ,,Þeir köstuðu blysum í átt að okkur“
433Sport
Í gær

Sambandsdeildin: Tvö íslensk lið töpuðu heima – Emil með tvennu

Sambandsdeildin: Tvö íslensk lið töpuðu heima – Emil með tvennu
433Sport
Í gær

Íhugar að snúa aftur í landsliðið eftir fréttir sumarsins

Íhugar að snúa aftur í landsliðið eftir fréttir sumarsins
433Sport
Í gær

Keyptur í aðallið Barcelona eftir að hafa slegið í gegn með B-liðinu

Keyptur í aðallið Barcelona eftir að hafa slegið í gegn með B-liðinu