fbpx
Laugardagur 02.mars 2024
433Sport

England: Liverpool ekki lengi að endurheimta toppsætið – Svakaleg dramatík í sigri Tottenham

Victor Pálsson
Laugardaginn 10. febrúar 2024 17:01

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool var ekki lengi að endurheimta toppsætið í ensku úrvalsdeildinni í leik gegn Burnley á Anfield í dag.

Manchester City komst tímabundið á toppinn með 2-0 sigri á Everton fyrr í dag en sú forysta entist ekki lengi.

Darwin Nunez var á meðal markaskorara Liverpool en hann gerði þriðja markið í 3-1 heimasigri.

Tottenham vann Brighton á sama tíma 2-1 þar sem allt stefndi í jafntefli þegar lítið var eftir.

Brennan Johnson tryggði Tottenham sigur á 96. mínútu eftir frábæra sendingu frá Heung Min Son.

Ivan Toney heldur áfram að skora og gerði annað mark Brentford sem vann Wolves 2-0 á útivelli.

Sheffield United vann þá sjaldgæfan sigur gegn Luton og Fulham hafði betur gegn Bournemouth, 3-1.

Liverpool 3 – 1 Burnley
1-0 Diogo Jota(’31)
1-1 Dara O’Shea(’45)
2-1 Luis Diaz(’52)
3-1 Darwin Nunez(’79)

Tottenham 2 – 1 Brighton
0-1 Pascal Gross(’17, víti)
1-1 Pape Matar Sarr(’61)
2-1 Brennan Johnson(’96)

Fulham 3 – 1 Bournemouth
1-0 Bobby Reid(‘6)
2-0 Rodrigo Muniz(’36)
2-1 Marcos Senesi(’50)
3-1 Rodrigo Muniz(’52)

Luton 1 – 3 Sheffield Utd.
0-1 Cameron Archer(’30)
0-2 James McAtee(’36, víti)
1-2 Carlton Morris(’52, víti)
1-3 Vini Souza(’72)

Wolves 0 – 2 Brentford
0-1 Cristian Norgaard(’35)
0-2 Ivan Toney(’77)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Sjáðu stórbrotið mark Wissa gegn Chelsea – Mögnuð hjólhestaspyrna

Sjáðu stórbrotið mark Wissa gegn Chelsea – Mögnuð hjólhestaspyrna
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Rice átti erfitt með að brosa – ,,Þetta var svo erfitt“

Rice átti erfitt með að brosa – ,,Þetta var svo erfitt“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hörður spáir í spilin fyrir Bestu deildina – „Ef þú verður fyrir ofan Víking þá verður þú meistari“

Hörður spáir í spilin fyrir Bestu deildina – „Ef þú verður fyrir ofan Víking þá verður þú meistari“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Klopp staðfestir að meiðsli Alisson séu alvarleg

Klopp staðfestir að meiðsli Alisson séu alvarleg