fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
433Sport

England: Manchester United tapaði á Old Trafford

Victor Pálsson
Laugardaginn 7. desember 2024 19:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United 2 – 3 Nott. Forest
0-1 Nikola Milenkovic(‘2)
1-1 Rasmus Hojlund(’18)
1-2 Morgan Gibbs-White(’47)
1-3 Chris Wood(’54)
2-3 Bruno Fernandes(’61)

Manchester United tapaði nokkuð óvænt í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætti Nottingham Forest.

Það var boðið upp á fjörugan leik á Old Trafford en fimm mörk voru skoruð í þónokkri markaveislu.

Forest komst yfir eftir um 90 sekúndur er Nikola Milenkovic kom boltanum í netið eftir hornspyrnu.

Rasmus Hojlund jafnaði fyrir United ekki löngu síðar og var staðan jöfn eftir fyrri hálfleikinn.

Forest skoraði tvö mörk snemma í seinni hálfleik en Morgan Gibbs-White og Chris Wood komu gestunum í 3-1.

Bruno Fernandes lagaði muninn í 3-2 á 61. mínútu en það mark dugði ekki til og vann Forest virkilega góðan útisigur í Manchester.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Milos rekinn úr starfi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ferguson ánægður með stöðu mála á Old Trafford – Nefnir sérstaklega einn leikmann

Ferguson ánægður með stöðu mála á Old Trafford – Nefnir sérstaklega einn leikmann
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Leikmaður Liverpool segir sögurnar um sig ýktar – Boðar ákvörðun á næstunni

Leikmaður Liverpool segir sögurnar um sig ýktar – Boðar ákvörðun á næstunni
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Knattspyrnugoðsögnin snýr sér að annarri íþrótt eftir að hafa slegið í gegn í langhlaupum

Knattspyrnugoðsögnin snýr sér að annarri íþrótt eftir að hafa slegið í gegn í langhlaupum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tuchel tjáir sig um ósætti Bellingham – „Hegðun og virðing skipta öllu“

Tuchel tjáir sig um ósætti Bellingham – „Hegðun og virðing skipta öllu“