Enski knattspyrnumaðurinn Michael Newberry lést í dag, aðeins 27 ára gamall. Afmælisdagur hans er í dag.
Newberry er fyrrum leikmaður Víkings Ólafsvíkur, en hann lék hér á landi frá 2018-2020.
Newberry hefur leikið í Norður-Írlandi undanfarin ár, síðast með Cliftonville. Þar áður var hann hjá Linfield, en leikjum beggja liða í kvöld hefur verið frestað vegna þessa hörmulegu tíðinda.
Víkingur Ó. er á meðal þeirra sem minnast Newberry í dag.
Fyrrum leikmaður okkar, Michael Newberry, er fallinn frá 27 ára gamall. Hefði einmitt átt afmæli í dag. Lék 73 leiki fyrir Víking Ó. í deild og bikar.
Blessuð sé minning hans. https://t.co/Wh15luc4Dk
— Víkingur Ólafsvík (@Vikingurol) December 30, 2024
Cliftonville FC are devastated to learn of the sudden death of Michael Newberry.
Our condolences are extended to Michael's family and friends, as well as the many team-mates he played with during his career, and fans who will be shaken and saddened by this heartbreaking news. pic.twitter.com/HObO4q1Csu
— Cliftonville FC (@cliftonvillefc) December 30, 2024