Dean Ashworth er hættur hjá Manchester United eftir að hafa unnið á Old Trafford í fimm mánuði.
Þetta segir blaðamaðurinn Fabrizio Romano í dag en þessar fréttir koma mörgum í opna skjöldu.
Ashworth var á leik United við Nottingham Forest í gær en viðureigninni lauk með 3-2 sigri þess síðarnefnda.
Ashworth hafði starfað sem yfirmaður knattspyrnumála Unitewd eftir að hafa komið í sumar.
Hann sá um að fá inn leikmenn eins og Leny Yoro, Matthijs de Ligt, Joshua Zirkzee og Manuel Ugarte í sumar.