Framtíð sóknarmannsins Luis Diaz hjá Liverpool ku vera óljós en frá þessu greinir miðillinn Antena 2.
Diaz hefur verið í samningsviðræðum við enska félagið en hann vill fá enn hærri laun en félagið býður upp á.
Um er að ræða mikilvægan hlekk í sóknarlínu Liverpool en Diaz er 27 ára gamall og spilar flesta leiki liðsins.
Önnur félög eru talin vera að horfa til leikmannsins en samkvæmt Antena eru PSG og Barcelona áhugasöm.
Diaz er nokkuð fjölhæfur leikmaður og gæti reynst öflugur kostur fyrir flest stórlið heims.
Kólumbíumaðurinn kom til Liverpool frá Porto árið 2022 en það gengur illa fyrir Liverpool að endursemja samning hans sem rennur út 2026.