Daníel Tristan Guðjohnsen gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu fyrir lið Malmö frá Svíþjóð í dag.
Um var að ræða leik í sænska bikarnum en andstæðingur Malmö var smálið sem ber heitið Torslanda.
Daníel fékk tækifærið með aðalliði Malmö í dag og nýtti það svo sannarlega til fulls.
Sóknarmaðurinn skoraði þrennu í 5-2 sigri en leikurinn kláraðist í framlengingu eftir 2-2 í venjulegum leiktíma.
Daníel skoraði mörk sínm á 88, 112 og 118. mínútu í viðureigninni.