fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
433Sport

Dagný Brynjarsdóttir hjólar í landsliðsþjálfarann

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 27. nóvember 2024 10:19

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagný Brynjarsdóttir miðjumaður West Ham sendir kaldar kveðjur á Þorstein Halldórsson, landsliðsþjálfara Íslands í knattspyrnu.

Hún segist ekki hafa heyrt orð frá Þorsteini í sjö mánuði en Dagný var að snúa aftur á völlinn eftir að hafa eignast sitt annað barn.

Daný segist eiga heima í hópnum í viðtali við The Athletic. „Ég ætti að vera komin aftur í íslenska landsliðið en þetta er í fyrsta sinn síðan ég var átján ára gömul sem ég er ekki valin í landsliðið. Ég var komin aftur í landsliðið á þessum tíma eftir fyrra barnið og ég er komin lengra núna en ég var þá,“ segir Dagný en Vísir.is sagði fyrst frá.


GettyImages

Dagný sem hefur mikla reynslu úr landsliðinu segir Þorstein eða starfsfólk KSÍ ekki hafa átt nein samskipt við félag hennar til að athuga með ástandið á henni.

„Landsliðsþjálfarinn hringdi ekki í mig í sjö mánuði. Það hafa heldur ekki verið nein samtöl við starfsfólkið hér hjá West Ham eða við mig til að athuga stöðuna á mér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

United tilbúið að lækka verðið til að losna við Sancho

United tilbúið að lækka verðið til að losna við Sancho
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

City gerir sturlaðan samning við Puma – Sá stærsti í sögu fótboltans

City gerir sturlaðan samning við Puma – Sá stærsti í sögu fótboltans
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fyrrum fréttamaður RÚV birtir myndband frá Akranesi – Spyr hvenær reglurnar hafi breyst

Fyrrum fréttamaður RÚV birtir myndband frá Akranesi – Spyr hvenær reglurnar hafi breyst
433Sport
Í gær

Besta deildin: KR mistókst að skora í fyrsta sinn

Besta deildin: KR mistókst að skora í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Segðir hegðun fólks til háborinnar skammar – Leggja ungan dreng í einelti á netinu

Segðir hegðun fólks til háborinnar skammar – Leggja ungan dreng í einelti á netinu
433Sport
Í gær

Eftir erfitt sumar er Bayern farið að skoða varaskeifu Arsenal

Eftir erfitt sumar er Bayern farið að skoða varaskeifu Arsenal
433Sport
Í gær

Árni Freyr hættur með Fylki

Árni Freyr hættur með Fylki