fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
433Sport

Vildi sýna virðingu og valdi Neymar ekki – Gaf sjálfur kost á sér

Victor Pálsson
Laugardaginn 2. nóvember 2024 20:11

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Neymar var ekki valinn í brasilíska landsliðshópinn fyrir verkefni gegn Venesúela og Úrúgvæ í undankeppni HM.

Neymar er spilar sinn fótbolta í Sádi Arabíu í dag en hann er á mála hjá Al-Hilal og var að snúa aftur eftir erfið meiðsli.

Neymar hefur lítið sem ekkert spilað á þessu ári en kom nýlega við sögu hjá félagsliði sínu og er allur að koma til.

Dorival Junior er þjálfari Brasilíu í dag en hann segir að Neymar hafi viljað vera valinn en að Brasilía þurfi að sýna félagsliði hans ákveðna virðingu.

Neymar meiddist alvarlega í landsleik með Brasilíu í fyrra og væri álagið mögulega of mikið að spila með báðum liðum.

,,Við vildum ekki flýta okkur of mikið. Hann er búinn að jafna sig en hefur aðeins spilað nokkrar mínútur sem spilaði stóran þátt í ákvörðuninni,“ sagði Dorival.

,,Hann var til í að koma og vera með landsliðinu en skildi líka stöðuna sem hann er í, hann hefur spilað 13 mínútur á árinu.“

,,Við verðum að virða hans félagslið. Það er þó alltaf mikilvægt fyrir okkur að vera með leikmann eins og hann í okkar röðum þó hann sé ekki í toppstandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Liverpool sagt klárt með arftaka fyrir Salah

Liverpool sagt klárt með arftaka fyrir Salah
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United flaug upp um nokkur sæti eftir sigur á lélegasta liði deildarinnar

United flaug upp um nokkur sæti eftir sigur á lélegasta liði deildarinnar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Jónatan Ingi slekkur í öllum kjaftasögum – Skrifaði undir nýjan samning við Val

Jónatan Ingi slekkur í öllum kjaftasögum – Skrifaði undir nýjan samning við Val
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Slot tjáir sig í fyrsta sinn um ummæli Salah – Veit ekki hvort hann hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool

Slot tjáir sig í fyrsta sinn um ummæli Salah – Veit ekki hvort hann hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Staðfest að Salah var skilinn eftir heima – Óvíst hvað gerist um helgina

Staðfest að Salah var skilinn eftir heima – Óvíst hvað gerist um helgina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Van Dijk tjáði sig um svakalegt viðtal Salah

Van Dijk tjáði sig um svakalegt viðtal Salah
433Sport
Í gær

Áhugi á Salah víðar en í Sádí – Áhugaverður áfangastaður kominn í umræðuna

Áhugi á Salah víðar en í Sádí – Áhugaverður áfangastaður kominn í umræðuna
433Sport
Í gær

Ólafur segir gagnrýni íslenskra blaðamanna hafa verið óvægna og lýsir aðferðum þeirra – „Nú skaltu þegja, passaðu þig á því að þegja“

Ólafur segir gagnrýni íslenskra blaðamanna hafa verið óvægna og lýsir aðferðum þeirra – „Nú skaltu þegja, passaðu þig á því að þegja“