fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Rosalegar breytingar hjá Vestra: Andri Rúnar fer – Munu ekki bjóða Eið aftur samning og Eskelinen fer

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 2. nóvember 2024 13:31

Mynd: Valur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það verða töluverðar breytingar á leikmannahópi Vestra fyrir næsta tímabil en frá þessu segir í færslu á vef félagsins.

Eins og fram hefur komið í fréttum sagði Eiður Aron Sigurbjörnsson upp samningi sínum á dögunum og mun Vestri ekki bjóða leikmanninum nýjan samning á þessum tímapunkti.

Sömu sögu er að segja með markvörðinn William Eskelinen en hann mun ekki snúa aftur vestur. Vestri hefur einnig sagt upp samning við varnarmanninn Jeppe Gertsen og þá voru samningar við Inaki Rodríguez, Benjamin Schubert og Aurelin Norest að renna út og verða þeir ekki framlengdir.

„Stjórn Vestra vill þakka þessum leikmönnum fyrir tíma sinn og þjónustu við Vestra og óskar þeim velfarnaðar i framtíðinni,“ segir á vefnum

Andri Rúnar Bjarnason og Vestri hafa komist að samkomulagi um að enda samstarfið. Vegna fjölskylduaðstæðna mun Andri ekki hafa tök á því að vera búsettur fyrir vestan fjarri fjölskyldu sinni.

„Við þökkum Andra kærlega fyrir samstarfið og óskum honum velfarnaðar. Með svona breytingum er mikil áskorun að finna nýja leikmenn en í því felast einnig gífurleg tækifæri til að gera betur og breyta til. Áfram Vestri,“ segir á vef Vestra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Vilja kaupa þrjá öfluga leikmenn í janúar

Vilja kaupa þrjá öfluga leikmenn í janúar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ungur drengur sem hefur misst föður sinn og ömmu fékk fallega heimsókn – Hefur reynst mömmu sinni klettur í gegnum erfið veikindi

Ungur drengur sem hefur misst föður sinn og ömmu fékk fallega heimsókn – Hefur reynst mömmu sinni klettur í gegnum erfið veikindi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United vilja leikmann frá Fílabeinsströndinni – City hefur líka áhuga

United vilja leikmann frá Fílabeinsströndinni – City hefur líka áhuga
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vill fara frá Chelsea í janúar

Vill fara frá Chelsea í janúar
433Sport
Í gær

Breiðablik framlengir við Kristinn Jónsson – Verður 36 ára á næsta ári

Breiðablik framlengir við Kristinn Jónsson – Verður 36 ára á næsta ári
433Sport
Í gær

Óli var aldrei á hjóli – Keyrði einn um bæinn í nokkra klukkutíma til að róa taugarnar

Óli var aldrei á hjóli – Keyrði einn um bæinn í nokkra klukkutíma til að róa taugarnar