fbpx
Þriðjudagur 27.maí 2025
433Sport

Nýr formaður Vals fundaði með Gylfa í vikunni – „Hann ætlar sér og verður miklu öflugri á næsta tímabili“

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 2. nóvember 2024 12:55

Adam Ægir og Gylfi Þór.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Steinar Jónsson nýr formaður knattspyrnudeildar Vals segist hafa hitt Gylfa Þór Sigurðsson í vikunni og hugur sé í honum að gera vel með Val næsta sumar. Frá þessu sagði hann í útvarpsþætti Fótbolta.net.

Gylfi Þór ætlar sér að halda til Spánar á næstunni og æfa þar til að koma sér í enn betra form en hann hefur verið í.

Gylfi gekk í raðir Vals rétt fyrir tímabilið í Bestu deildinni en sagðist á dögunum vera að íhuga að hætta í fótbolta, úr því verður ekki ef marka má Björn.

„Ég hitti hann í vikunni, hann kemur inn í þetta tímabil. Hann var frá í nokkra mánuði áður en hann kom, hann fer út til Spánar og kemur rétt fyrir mót,“ sagði Björn Steinar í útvarpsþættinum Fótbolta.net

Björn segir að Gylfi sé að fara til Spánar á næstunni til að halda sér í formi. „Núna ætlar hann sér að fara til Spánar og halda áfram að æfa, koma inn í undirbúningstímabil í góðu formi. Hann ætlar sér og verður miklu öflugri á næsta tímabili,“ sagði Björn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Framtíð Alberts í lausu lofti – Fundur í vikunni

Framtíð Alberts í lausu lofti – Fundur í vikunni
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Verður þetta byrjunarlið Liverpool á næstu leiktíð ef Arne Slot fær sitt í gegn?

Verður þetta byrjunarlið Liverpool á næstu leiktíð ef Arne Slot fær sitt í gegn?
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Var hættur að geta borðað hjá United – Brotnar saman þegar hann segir frá þessu

Var hættur að geta borðað hjá United – Brotnar saman þegar hann segir frá þessu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Svona hefði enska deildin endað án VAR – Arsenal hefði verið mjög nálægt Liverpool

Svona hefði enska deildin endað án VAR – Arsenal hefði verið mjög nálægt Liverpool
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Bellingham fundaði með Frankfurt í gær

Bellingham fundaði með Frankfurt í gær
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Nýta ekki klásúlu en vilja bjóða honum samning á lægri launum

Nýta ekki klásúlu en vilja bjóða honum samning á lægri launum